Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

20. mar. 2015 : Aldursdreifing íbúa 1998 og 2015

Fyrirspurn

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur útbúið excel-líkan sem sýnir á myndrænu formi aldursdreifingu hjá sveitarfélögunum fyrir árin 1998 og 2015.Með þessu er hægt er sjá þær breytingar sem hafa orðið á aldurssamsetningunni. Á excel skjalinu er unnt að velja eitt eða fleiri sveitarfélög.

Nánar...

05. mar. 2015 : Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

pusl

Mikil umræða á sér nú stað í samfélaginu um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Af því tilefni hefur Samband íslenskra sveitarfélaga tekið saman margvíslegar upplýsingar um þennan mikilvæga lið í velferðarþjónustu sveitarfélaga. Síðan verður uppfærð reglulega með nýjum gögnum, m.a. afritum af umsögnum sveitarfélaga um frumvarp það sem er til meðferðar hjá velferðarnefnd Alþingis. Með því móti vill sambandið stuðla að opinni og upplýstri umræðu um málið, en mikil áhersla er lögð á að það fái afgreiðslu á Alþingi fyrir þinglok í vor.

Nánar...

04. des. 2014 : Stefnumörkun sambandsins

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn
Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014–2018 var mótuð á XXVIII. landsþingi sambandsins sem haldið var á Akureyri 24. til 26. september 2014. Á landsþinginu störfuðu fjórir umræðuhópar sem hver hafði einn hinna fjögurra undirkafla stefnumörkunarinnar til umfjöllunar. Voru umræður landsþingsfulltrúa byggðar á stefnumótunarskjali sem starfsmenn sambandsins höfðu tekið saman á grundvelli stefnumörkunar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2011–2014. Nánar...

30. okt. 2014 : Myndræn framsetning fjárhagsstöðu sveitarfélaga

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur útbúið excel-líkan sem sýnir á myndrænu formi annars vegar skuldahlutfall sveitarfélaga og hins vegar veltufé frá rekstri í hlutfalli við tekjur á árunum 2010-2013. Á excel skjalinu er unnt að velja eitt eða fleiri sveitarfélög eða einn eða fleiri landshluta og sjá veltufé frá rekstri á Y-ásnum og skuldahlutfall á X-ásnum.

Nánar...

05. jún. 2014 : Upplýsingar til nýrra sveitarstjórna

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Lögfræði- og velferðarsvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman eftirfarandi ábendingar fyrir nýkjörnar sveitarstjórnir. Er þess vænst að ábendingunum verði dreift til allra aðalmanna sem kjörnir voru í sveitarstjórnarkosningum 26. maí 2018, og að þær muni gagnast sveitarstjórnum við að haga störfum sínum í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Nánar...

12. maí 2014 : Kosningar til sveitarstjórna fara fram 31. maí 2014

Sveitarfelogin

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 31. maí nk. Af því tilefni hefur Samband íslenskra sveitarfélaga látið útbúa kynningarmyndband um hlutverk sveitarfélaga.

Hér má sjá myndbandið.

Nánar...

15. apr. 2014 : Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga 2014

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur í sjöunda sinn tekið saman upplýsingar um kjör kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og kjör starfandi sveitar- og bæjarstjóra. Þessar skýrslur hafa verið gerðar á tveggja ára fresti frá árinu 2002. Annars vegar er hún framkvæmd á kosningaári og hins vegar á miðju kjörtímabili.

Nánar...

12. mar. 2014 : Niðurstöður fjárhagsáætlana 2014-2017

Forsida_3tbl_6arg

Niðurstaða fjárhagsáætlana fyrir samstæðu sveitarfélaga fyrir árin 2014-2017 er að sveitarfélögin hafa í heildina tekið góð tök á fjármálum sveitarsjóða og B-hluta fyrirtækja. Þróunin virðist stefna til betri vegar ár frá ári. Á tímabilinu fer rekstrarafkoma í heildina tekið batnandi, veltufé frá rekstri styrkist og skuldir lækka.

Nánar...

24. okt. 2013 : Skólaskýrslan og Árbókin komnar út

Skolaskyrsla2013

Skólaskýrsla 2013 er komin út. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað.

Nánar...

27. jún. 2013 : Ársreikningar 2012

Frettabref-HogU

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur gefið út 4. fréttabréf ársins 2013. Að þessu sinni er fjallað um niðurstöður ársreikninga sveitarfélaga 2012. Í ritinu kemur fram að almennt megi segja að afkoma sveitarfélaga hafi batnað í heildina tekið og að fjárhagslegur styrkur þeirra hafi stöðugt farið vaxandi á undanförnum árum.

Nánar...
Síða 1 af 4