Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

05. jún. 2020 : Nýr kjarsamningur við Félag íslenskra náttúrufræðinga

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra náttúrufræðinga undirrituðu í gær, 4. júní, nýjan kjarasamning. Samningurinn er í anda Lífskjarasamningsins sem þegar gildir á almennum vinnumarkaði.

Nánar...

11. maí 2020 : Kjarasamningur undirritaður við Eflingu

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eflingar undirrituðu undir miðnætti í gær nýjan kjarasamning. Jafnframt var verkföllum félagsins gagnvart Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi aflýst.

 

Nánar...

08. maí 2020 : Samninganefnd sambandsins undirritar nýja kjarasamninga við sex aðildarfélög BHM

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og sex aðildarfélaga Bandalags háskólamanna undirrituðu í dag nýja kjarasamninga. Samningarnir eru í anda Lífskjarasamningsins sem þegar gildir á almennum vinnumarkaði.

Nánar...

29. apr. 2020 : Leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls Eflingar

ProfilePict

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér leiðbeiningar vegna boðaðs verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ og hjá Sveitarfélaginu Ölfusi.

Nánar...

31. mar. 2020 : Borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila

Husin-i-baenum-031

Það er borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila að gegna störfum í þágu almannavarna á hættustundu. Opinberum aðilum er heimilt að fela starfsmönnum tímabundið breyttar starfsskyldur og að flytja starfsmenn tímabundið milli starfsstöðva og opinberra aðila til að sinna verkefnum sem hafa forgang á hættustundu.

Nánar...

26. mar. 2020 : Samið við slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn með aðstoð fjarfundabúnaðar

Í gærkvöldi var lokið við gerð kjarasamnings við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Er þetta fyrsti kjarasamningurinn, sem samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélag lýkur, þar sem samningaferlið fer alfarið fram í formi fjarfunda. Þetta er búið að vera sérstakt ferðalag en gengið frábærlega í góðri samvinnu allra sem að því komu.

Nánar...

25. mar. 2020 : Staða kjaramála

Fjarhagsaaetlanir-A-hluta-sveitarfelaga-2018-2021

Á síðustu vikum hefur Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga gert fjölmarga samninga við hin ýmsu stéttarfélög sem gera samninga við sveitarfélögin. Að auki eru kjaraviðræður í gangi við nokkur stéttarfélög.

Nánar...

24. mar. 2020 : Efling aflýsir verkföllum

Efling stéttarfélag hefur tilkynnt Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að yfirstandandi verkfallsaðgerðum Eflingar - stéttarfélags gagnvart sambandinu, sem tilkynnt var um 2. mars sl., hafi verið aflýst.

Nánar...

23. mar. 2020 : Kjarasamningar samþykktir hjá fjórum stéttarfélögum

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við þrjú stéttarfélög; Samflot bæjarstarfsmanna, Kjöl, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, og við Starfsmannafélag Kópavogs, lauk í dag, 23. mars. Meirihluti félagsmanna tók þátt í atkvæðagreiðslu hjá öllum félögunum þremur og voru samningarnir allir samþykktir með miklum meirihluta atkvæða.

Nánar...

23. mar. 2020 : Slökkvilið Fjarðabyggðar sýnir gott fordæmi á erfiðum tímum

fjardabyggd

Slökkvilið Fjarðabyggðar óskaði eftir því við Samstarfsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sunnudaginn 22. mars sl., að slökkviliðinu yrði heimilt að gera tímabundnar breytingar á vaktakerfi til að draga úr smithættu milli vakta og vaktmanna vegna COVID-19.

Nánar...
Síða 1 af 10