Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

11. maí 2020 : Þrekvirki menntakerfisins á tímum COVID-19

Í grein í Morgunblaðinu 4. maí sl. rekur mennta- og menningarmálaráðherra það mikla þrekvirki sem unnið var á örfáum sólarhringum af stjórnendum og starfsfólki við skipulag og framkvæmd skólahalds dagana áður en samkomubann tók gildi þann 16. mars sl.

Nánar...

05. maí 2020 : Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2020

Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2020.

Nánar...

04. maí 2020 : Kallað eftir erindum á Byggðaráðstefnuna 2020

Byggðaráðstefna með yfirskriftinni Menntun án staðsetningar? - framtíð menntunar í byggðum landsins verður haldin dagana 13. og 14. október nk. Ráðstefnan verður haldin í Hótel Kötlu á Höfðabrekku í Mýrdal.

Nánar...

22. apr. 2020 : Tilslökun á samkomubanni 4. maí

Three-children-alice-thumb

Tilkynnt hefur verið um afléttingu takmarkana á skólastarfi frá og með mánudeginum 4. maí nk. og nú hefur heilbrigðisráðuneyti birt auglýsingu þar sem nánar er fjallað um útfærslu þess og áhrif á mismunandi skólastig.

Nánar...

15. apr. 2020 : Dregið úr takmörkunum á skólahaldi frá 4. maí

skoli

Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi í gær næstu skref stjórnvalda vegna Covid-19. Heilbrigðisráðherra gerði þar m.a. grein fyrir ákvörðun sinni um tilslakanir á takmörkunum á skólahaldi. Breytingarnar taka gildi 4. maí.

Nánar...

17. mar. 2020 : Beiðnir um undanþágur frá takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar og meðferð þeirra

Líkt og fram kemur í auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, getur heilbrigðisráðherra veitt undanþágu ef ekki er talin hætta á að slíkt fari gegn markmiðum opinberra sóttvarnaráðstafana.

Nánar...

16. mar. 2020 : Höldum heilbrigðum börnum í skóla

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, UNICEF og Rauða krossins um lykilskilaboð og forvarnaraðgerðir vegna COVID-19 í skólum. Í þeim eru settar fram skýrar og framkvæmanlegar leiðbeiningar um öruggar aðgerðir sem tengjast því að koma í veg fyrir smit, greina það snemma og verjast COVID-19 í skólum og öðrum menntastofnunum.

Nánar...

15. mar. 2020 : Sameiginleg yfirlýsing vegna áhrifa COVID-19 á skólastarf

PISA-konnun

Íslenskt samfélag tekst nú á við miklar áskoranir vegna heimsfaraldurs COVID-19. Gripið hefur verið til aðgerða sem eiga sér engin fordæmi á lýðveldistímum sem meðal annars snúa að skólastarfi í landinu. Í framhaldi af fundi sóttvarnarlæknis, fulltrúa almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélags, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og Kennarasambands Íslands, laugardaginn 14. mars, kemur eftirfarandi yfirlýsing:

Nánar...

13. mar. 2020 : Tilkynning varðandi starfsemi leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila

Nam

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.

Nánar...

12. mar. 2020 : Skrifstofum sambandsins og lánasjóðsins lokað tímabundið

Rett_Blatt_Stort

Vegna ráðstafana til að verjast Covid-19 kórónaveirunni hefur skrifstofum Sambands íslenskra sveitarfélaga verið lokað tímabundið.

Nánar...
Síða 1 af 10