Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

16. maí 2020 : Sumarstarf við lögfræðitengd verkefni

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir eftir áhugasömum námsmanni til starfa við lögfræðitengd verkefni á sviði sveitarfélaga.

Nánar...

12. maí 2020 : Vel heppnaður fundur um stafræna þróun sveitarfélaga

Í morgun stóð Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir fundi í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom undir heitinu „Stafræn þróun sveitarfélaga - hvaða árangri viljum við ná?“ Fundurinn var ákaflega vel sóttur en ríflega 200 manns litu við á fundinn en lengst af voru um 190 manns á fundinum samtímis.

Nánar...

11. maí 2020 : Samfélagssáttmáli - í okkar höndum

Almannavarnir og Embætti landlæknis hafa gefið út samfélagssáttmála þar sem minnt er á að framhald á góðum árangri gegn COVID-19 kórónavírusnum er í okkar höndum.

Nánar...

07. maí 2020 : Sumarstörf fyrir námsmenn – umsóknarfrestur rennur út 8. maí

Photo by Priscilla Du Preez on Unsplash

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að verja um 2.200 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að standa straum af átaksverkefni um að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Vinnumálastofnun mun stýra átakinu sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög. Vonir standa til að með átakinu verði hægt að skapa allt að 3.400 tímabundin störf í sumar fyrir námsmenn á milli anna sem skiptast á milli opinberra stofnana og sveitarfélaga.

Nánar...

06. maí 2020 : Styrkir til námsmanna - umsóknarfrestur rennur út 8. maí

Í fjáraukalögum 2020 er gert ráð fyrir því að veitt verði viðbótarframlag að fjárhæð 300 m.kr. í Nýsköpunarsjóð námsmanna vegna þriggja mánaða launa til ungra frumkvöðla þar sem áhersla verður lögð á þjálfun í frumkvöðlamennsku og nýsköpun. Markmiðið er að sporna gegn atvinnuleysi og efla nýsköpun meðal ungs fólks. Ekki er ljóst hvort nýta megi allt fjármagnið í hefðbundna úthlutun. Þar af leiðandi hefur umsóknarfresti verið frestað til 8 maí.

Nánar...

30. apr. 2020 : Hack the crisis Iceland - lausnir á áskorunum vegna COVID-19

Almenningur og frumkvöðlar taka höndum saman um að finna lausnir á áskorunum heilbrigðiskerfisins tengdum COVID-19 á „Hack the crisis Iceland“ hakkaþoninu dagana 22.-24 maí næstkomandi.

Nánar...

24. apr. 2020 : Margvíslegar aðgerðir til að styðja við sveitarfélög

Margvíslegar aðgerðir fyrir sveitarstjórnarstigið eru að finna í öðrum áfanga stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónaveiru.

Nánar...

14. apr. 2020 : Hegðunarreglur Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins samþykkti fyrir nokkru hegðunarreglur fyrir alla sem koma að stjórnun sveitarfélaga og svæða sem fela í sér útvíkkun á hegðunarreglum fyrir kjörna fulltrúa sem þingið samþykkti árið 1999.

Nánar...

31. mar. 2020 : Borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila

Husin-i-baenum-031

Það er borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila að gegna störfum í þágu almannavarna á hættustundu. Opinberum aðilum er heimilt að fela starfsmönnum tímabundið breyttar starfsskyldur og að flytja starfsmenn tímabundið milli starfsstöðva og opinberra aðila til að sinna verkefnum sem hafa forgang á hættustundu.

Nánar...
Síða 1 af 10