Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

15. maí 2020 : Sjálfbært samfélag í kjölfar COVID-19

Efnahagslegar afleiðingar COVID-19 faraldursins eru gríðarlegar og ríki heims standa nú frammi fyrir enn einni áskoruninni. Með hvaða hætti á að koma hagkerfum ríkja af stað á ný og hvernig má tryggja að markmið um sjálfbært samfélag sé haft að leiðarljósi í þeirri uppbyggingu?

Nánar...

11. maí 2020 : Skýrsla OECD um svæðabundin áhrif COVID-19 faraldursins

Samkvæmt OECD munu sveitarstjórnir leika lykilhlutverk í því endurreisnarstarfi sem nú mun fara af stað og hafa sum ríki þegar hafist handa.

Nánar...

04. maí 2020 : Kynjajafnrétti og COVID-19

Photo by Hush Naidoo on Unsplash

Fram að þessu hefur mest verið fjallað um áhrif COVID-19 faraldursins á heilsu fólks og efnahagslegar afleiðingar þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í því skini að hefta útbreiðslu veirunnar og bjarga mannslífum. Það er hins vegar ljóst að faraldurinn hefur margvísleg áhrif á samfélag okkar og eitt af því sem vert er að skoða eru áhrif hans á kynjajafnrétti.

Nánar...

29. apr. 2020 : Efnahagsaðgerðir ESB í tengslum við COVID-19 faraldurinn

Aðildarríki ESB hafa á hvert fyrir sig kynnt margvíslegar efnahagsaðgerðir sem er ætlað að stemma stigu við neikvæðum áhrifum COVID-19 faraldursins. Þessu til viðbótar hafa ríkin jafnframt komið sér saman um sameiginlegar aðgerðir þar sem tæki og tól Evrópusambandsins (ESB) verða nýtt til þess að styðja við hagkerfi Evrópu.

Nánar...

22. apr. 2020 : Vegvísir ESB í tengslum við kórónafaraldurinn

starfsaaetlun-esb

Þessa dagana er mikil umræða um hvenær og með hvaða hætti verður hægt að aflétta þeim höftum sem gripið hefur verið til í tengslum við kórónafaraldurinn. Víða í Evrópu hefur verið gripið til strangra aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónavírusins og vernda viðkvæma hópa í samfélaginu.

Nánar...

16. mar. 2020 : Helstu mál á vettvangi ESB árið 2020 – Stafræn framtíð Evrópu

Stafræn framtíð Evrópu er sýn ESB á það með hvaða hætti Evrópa geti orðið leiðandi á sviði stafrænnar tækni, bæði sem brautryðjandi við þróun tækninnar og ekki síður þegar kemur að því að nýta sér hana.

Nánar...

12. mar. 2020 : Skrifstofum sambandsins og lánasjóðsins lokað tímabundið

Rett_Blatt_Stort

Vegna ráðstafana til að verjast Covid-19 kórónaveirunni hefur skrifstofum Sambands íslenskra sveitarfélaga verið lokað tímabundið.

Nánar...

12. mar. 2020 : Árlegu vorþingi Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins aflýst

Í síðustu viku barst tilkynning frá Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins um að tekin hafi verið ákvörðun um að aflýsa árlegu vorþingi þess sem átti að fara fram í Strasbourg, Frakklandi, 17.-19. mars vegna COVID-19. Í þessari viku tilkynntu svo Evrópusamtök sveitarfélagasambanda, CEMR, að Allsherjarþingi þess, sem til stóð að halda í Innsbruck, Austurríki, 6.-8. maí nk., hafi verið aflýst vegna sömu óværu.

Nánar...

19. feb. 2020 : Helstu mál á vettvangi ESB árið 2020 – Grænn samningur fyrir Evrópu

EUGreenDeal

Ljóst er að Grænn samningur fyrir Evrópu verður fyrirferðamesta málið á dagskrá framkvæmdastjórnar ESB árið 2020. Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen, hefur lýst því yfir að um sé að ræða mikilvægasta verkefni okkar tíma og að áframhaldandi hagsæld Evrópu byggi á því að vistkerfi jarðarinnar séu heilbrigð og nýting náttúruauðlinda sjálfbær.

Nánar...

30. jan. 2020 : Ráðstefna um heimsmarkmiðin á sveitarstjórnarstigi

Ráðstefnan „Local Action. Global Shift – Living the Sustainable Development Goals“ verður haldin 6.-8. maí í Innsbruck, Austurríki.

Nánar...
Síða 1 af 10