Fjármálaráðstefna 2015


Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica hótel 24.-25. september 2015.  Ráðstefnan verður sett kl. 10:00 þann 24. september en slitið kl. 12:00 þann 25. september. Ekki hefur enn verið opnað fyrir skráningu en hún mun fara fram á vef sambandsins og verður send tilkynning til sveitarfélaga þegar þar að kemur.

Fjölbreytt erindi

Að venju verða fjölbreytt erindi flutt á fjármálaráðstefnunni báða dagana en meðal þess sem áhersla er lögð á fyrri daginn má nefna áhrif kjarasamninga á fjármál sveitarfélaga, notkun skýrslunnar „Best Practice“ á undirbúning fjárhagsáætlana og ráðstöfum stöðugleikaskatts og áfnám fjármagnshafta.  Þá verða samræður milli Halldórs Halldórssonar, formanns sambandsins, og Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra.

Föstudagur A og B málstofur

Föstudaginn 25. september fer dagskráin fram í tveimur málstofum í A hluta verður m.a. rætt um innleiðingu og áhrif vinnumats grunnskólakennara, gildi forvarnarstarfs og samstarfsmöguleika sveitarfélaga á hagkvæmum innkaupum.
Í B hluta verður áherslan m.a. á fasteignaskatt og undanþágur í fasteignamati, fjarvistir á vinnustað, veikindadaga og mannauðsmál sveitarfélaga.