Kjaraviðræður af stað eftir sumarleyfi

Þessa dagana eru kjaraviðræður Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðsemjenda þess að komast í fullan gang eftir sumarleyfi. Teknar verða upp kjaraviðræður við 63 af 64 viðsemjendum sambandsins þ.e. öll stéttarfélög nema Félag grunnskólakennara, en kjarasamningur við félagið gildir út maí á næsta ári. Venju samkvæmt var beðið með að hefja kjaraviðræður sambandsins þar til gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði væri að mestu lokið. Að auki samdi sambandið við viðsemjendur sína um frestun viðræðna í júlímánuði. Var þar fylgt fordæmi annarra aðila á opinberum vinnumarkaði.