Norrænn framkvæmdastjórafundur

Árlegur fundur framkvæmdastjóra norrænu sveitarfélagasambandanna var haldinn dagana 13.–15. ágúst sl. á Hellu á Rangárvöllum.

Árlegur fundur framkvæmdastjóra norrænu sveitarfélagasambandanna var haldinn dagana 13.–15. ágúst sl. á Hellu á Rangárvöllum.
Fundinn sátu Håkan Sörman, framkvæmdastjóri SKL í Svíþjóð, Kari-Pekka Maki-Lohiluoma, framkvæmdastjóri Kunntalitto í Finnlandi, Lasse Hansen, framkvæmdastjóri KS í Noregi og Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Að auki sat fundinn Magnús Karel Hannesson, sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs sambandsins.
Af óviðráðanlegum orsökum höfðu framkvæmdastjórar KL og Danske Regioner í Danmörku ekki tök á að sitja fundinn.
Á fundinum flutti Kari-Pekka Maki-Lohiluoma erindi um sameiningu sveitarfélaga í Finnlandi og Håkan Sörman og Lasse Hansen sögðu frá stöðu þeirra mála í Svíþjóð og Noregi.
Þá gerði Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs sambandsins, grein fyrir norrænu samstarfi á sviði sveitarstjórnarmála.
Að lokum flutti Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins, erindi um tekjur og útgjöld sveitarfélaga á Norðurlöndum í samanburði við OECD ríkin. Hann ræddi einnig um breikkun og styrkingu tekjustofna sveitarfélaga í norrænum ríkjum.
Að loknum fundinum héldu framkvæmdastjórarnir, ásamt mökum og fylgdarliði, í ferð um Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu og skoðuðu helstu ferðamannastaði á þessu svæði.