Nýir starfsmenn á lögfræði- og velferðarsviði

Þórður Kristjánsson og Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir hafa hafið tímabundið störf á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins 1. ágúst sl.

Vigdís Ósk er lögfræðingur og mun hún m.a. fylgjast með lögfræðilegum þáttum í starfsemi og starfsumhverfi sveitarfélaganna og miðla þeirri þekkingu innan sambandsins og til sveitarfélaga. Hún vinnur einnig að undirbúningi og gerð umsagna um lagafrumvörp, önnur þingmál og drög að reglugerðum, tekur þátt í samskiptum við Alþingi og ráðuneyti og sinnir lögfræðilegri ráðgjöf og upplýsingagjöf til sveitarstjórnarmanna og starfsmanna sveitarfélaga. Vigdís er ráðin til eins árs til afleysinga vegna fæðingarorlofs.

Þórður, sem áður var skólastjóri Seljaskóla, mun starfa ásamt skólamálafulltrúa sambandsins og skólamálanefnd að margþættum og síbreytilegum verkefnum sem einkum varða leik- og grunnskóla, og vinna að hagsmunagæslu fyrir hönd sveitarfélaga á þeim sviðum. Þórður er ráðinn í hlutastarf til eins árs vegna tímabundins verkefnaálags.

Við bjóðum Vigdísi og Þórð velkomin til starfa.