Skipulagsdagurinn 2015

Skipulagsdagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, þann 17. september nk.

Skipulagsd agurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, þann 17. september nk.
Til Skipulagsdagsins er boðið sveitarstjórnarfólki, skipulagsfulltrúum og öðrum sem starfa að skipulagsmálum.
Viðfangsefni Skipulagsdagsins að þessu sinni hverfist um þrjú þemu, vindorku, ferðamannastaði og búsetumynstur.  Fyrir hádegi mun sérfræðingur frá skipulagsyfirvöldum í Skotlandi miðla af reynslu þeirra við skipulag vindorkunýtingar. Þá mun verða gerð grein niðurstöðum rannsóknar um tengsl ímyndar og skipulags auk þess sem fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúar Skipulagsstofnunar verða með innlegg af vettvangi skipulagsmála.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á vef Skipulagsstofnunar en nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 10. september. Þátttökugjald er kr. 5.000.
Húsið verður opnað kl. 9:00 og er fólk beðið að mæta tímanlega til að ganga frá skráningu. Dagskrá hefst kl. 9:30 og lýkur kl. 16:00.  
Eftir hádegi verða haldnar vinnustofur um skipulagsviðfangsefnin vindorku, ferðamannastaði og búsetumynstur.