Bestu vefirnir 2015 eru island.is og akranes.is

Dagur upplýsingatækninnar var 26. nóvember sl. Af því tilefni var boðað til málstofu um upplýsingatækni og lýðræðið og ráðstefnu undir heitinu Upplýsingatæknin alls staðar. Greint var frá niðurstöðum úttektarinnar Hvað er spunnið í opinbera vefi? og í lok dagsins voru veittar viðurkenningar fyrir besta ríkisvefinn og besta sveitarfélagavefinn.

Fimm vefir voru tilnefndir í hvorum flokki. Í flokki ríkisvefja hlaut vefurinn www.island.is viðurkenninguna og tók Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, á móti viðurkenningunni ásamt nokkrum samstarfsmönnum.

Í flokki sveitarfélagavefja var vefur Akraneskaupstaðar, www.akranes.is , hluskarpastur og tók Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri við viðurkenningunni fyrir hönd bæjarins.

Myndirnar á síðunni tók Jóhannes Tómasson.

_MG_5779a

_MG_5792a