Rekstur leikskóla 2014

Á árinu 2014 nam rekstrarkostnaður leikskóla 31,6 ma.kr. Launakostnaður í leikskólum sveitarfélaga nam um 77% af heildarrekstrarkostnaði þeirra. Athygli er vakin á því að innri leiga er ekki meðtalin í þessum tölum. Tekjur fyrir veitta þjónustu í leikskólunum voru rúmir 5 ma.kr. á árinu, þannig að nettókostnaður við rekstur leikskólanna var rúmir 26 ma.kr. Það er um 13% af skatttekjum sveitarfélaganna. Í töflu 1. er birt sundurliðað yfirlit um heildarkostnað við rekstur leikskóla landsins.

Tafla 1. Rekstrarkostnaður leikskóla 2014

Skýring: Allar tölur í þús.kr. Innri leiga ekki meðtalin.

Kostnaður vegna innri leigu leikskóla var 3,4 ma.kr. árið 2014. Samanlagt er því heildarkostnaður vegna leikskóla árið 2014 35 ma.kr. Inn í þeirri tölu er einnig talinn með kostnaður vegna sjálfstætt starfandi skóla.

Tafla 2. Yfirlit yfir stöðugildi og rekstrarútgjöld 2012–2014

Skýring: Rekstrartölur í þús.kr. og staðvirtar á verðlagi ársins 2014.

Í töflu 2 kemur fram yfirlit um þróunina í fjölda nemenda og stöðugildasið skólana. Sé litið til þróunar frá 2012 má sjá að heilsdagsígildum leikskólabarna hefur fjölgað lítillega eða um 2%, stöðugildum alls hefur fjölgað um 7% eða 280 og rekstrarkostnaður aukist að raungildi um 1,8 ma.kr. eða 8%.

Tafla 3. Rekstrarkostnaður á hvert heilsdagsígildi eftir stærð skóla

Skýring: Rekstrartölur í þús.kr. Eingöngu leikskólar sveitarfélaga.

Í töflu 3. kemur fram yfirlit um fjölda heilsdagsígilda, fjölda stöðugilda og rekstrarniðurstöður þar sem leikskólar sveitarfélaga eru flokkaðir eftir fjölda heilsdagsígilda.  

Nettó rekstrarkostnaður á hvert heilsdagsígildi í leikskólum sveitarfélaga var um 1.305 þús. kr. árið 2014 þegar búið er að draga innri leigu frá. Launakostnaður vegur þar þyngst en hann er 1.345 þús.kr. á hvern nemenda.  Tafla 3 sýnir glöggt hve rekstrarkostnaður á heilsdagsígildi leikskólabarna er misjafn eftir stærð leikskóla.