Skólaþing sveitarfélaga 2015

Skólaþing sveitarfélaga 2015 var haldið á Hilton Reykjavík Nordica mánudaginn 2. nóvember sl. Alls sátu um 250 þátttakendur þingið. Að þessu sinni var áhersla skólaþings á tvo meginþætti: Læsi  og vinnumat grunnskólakennara. Þinggestir unnu í umræðuhópum með spurningar tengdum hvorum þætti fyrir sig. Úrvinnsla umræðna fer nú fram og munu niðurstöður um læsisþáttinn m.a. verða kynntar Menntamálastofnun og læsisráðgjöfum þar. Niðurstöður umræðna um vinnumat grunnskólakennara mun bæði nýtast verkefnisstjórn um vinnumat við áframhaldandi vinnu við innleiðingu þess og samninganefnd FG og SNS við undirbúning og mat vegna kjaraviðræðna á næsta ári.

Þingið var sent út beint á netinu en öll erindi og upptökur eru aðgengilegar inni á vefsíðu skólaþingsins, www.samband.is/skolathing-2015.

  • Á síðunni má sjá svipmyndir frá þinginu