Landsþing 2012

Icelandair Hótel Reykjavík Natura 23. mars 2012

XXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið á Icelandair Hótel Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir) föstudaginn 23. mars nk. og hefst þingið kl. 9:30 með ávarpi formanns sambandsins, Halldórs Halldórssonar, en skráning þingfulltrúa hefst kl. 8:45. Síðan mun innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, ávarpa landsþingið.

Meginviðfangsefni landsþingsins að þessu sinni eru þau mál sem eru efst á baugi á vettvangi sveitarfélaganna og sambandsins. Rætt verður um íbúalýðræði og hvernig sveitarstjórnir geta unnið betur með íbúunum. Fjallað verður um eflingu sveitarstjórnarstigsins og niðurstöður nefndar innanríkisráðherra um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Að lokum verður umræða um notendastýrða persónulega aðstoð, en nýlega er komin út handbók um það verkefni.

Þingslit eru áætluð kl. 15:55 en aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. mun síðan hefjast kl. 16:00. Þar eiga allir sveitarstjórnarmenn seturétt. Lánasjóðurinn býður svo til móttöku að aðalfundinum loknum eða um kl. 17:00.

08:45
Skráning.

09:30 – 09:55
Setningarræða formanns sambandsins – Halldór Halldórsson.


09:55 – 10:10
Kosning þingforseta, ritara og kjörbréfanefndar

10:10 – 10:35
Ávarp innanríkisráðherra – Ögmundur Jónasson.

10:35 – 11:50
I. hluti: Hvernig vinnum við betur með íbúum?
Inngangserindi: Anna G. Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs.
Innlegg sveitarstjórnarmanns: Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.

Umræður á borðum.

Hádegisverður

13:00 – 14:15
II. hluti: Efling sveitarstjórnarstigsins – tillögur nefndar
Inngangserindi: Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ.
Álit sveitarstjórnarmanns: Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð.

Umræður á borðum.


14:15 – 15:30
III. hluti: Notendastýrð persónuleg aðstoð – handbók
Inngangserindi: Áslaug M. Friðriksdóttir, fulltrúi sambandsins í verkefnisstjórn.
Álit sveitarstjórnarmanns: Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ.

Umræður á borðum.


15:30 – 15:55
Samantekt og almennar umræður

Þingforsetar taka stöðuna á nokkrum borðum eða fulltrúar biðja um orðið.

15:55
Landsþingsslit
 
 
 


 

Varaformaður sambandsins slítur landsþinginu.

 
  
 

 16:00
 

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
 17:00
 

Móttaka í boði lánasjóðsins.
 

Dagskráin á PDF