Landsþing 2013

– ÁFRAM VEGINN –

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið á Grand Hótel í Reykjavík, föstudaginn 15. mars.

Dagskrá landsþingsins.

 08:45 Afhending gagna
 09:30 Setningarræða
Halldór Halldórsson, formaður sambandsins
Myndband af Halldóri
 09:55 Kosningar
Kosning tveggja þingforseta, tveggja ritara og þriggja manna kjörbréfanefndar
Kosning varamanna í stjórn sambandsins í stað Guðmundar Rúnars Árnasonar í Suðvesturkjörsvæði og Bjarna Harðarsonar í Suðurkjörsvæði, sem misst hafa kjörgengi sitt
 10:05 Ávarp
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra

 10:30 Hvað er í deiglunni?

Claus Ørum Mogensen, skrifstofustjóri fjármáladeildar KL í Danmörku.

Fjallaði um það sem efst er á baugi hjá dönskum sveitarfélögum, m.a. um vinnutímamál kennara, hagræðingaraðgerðir sveitarfélaga og rafræna stjórnsýslu. Erindið var flutt á ensku og glærur þýddar.
Myndband af fyrirlestri Claus.

Aldís Hafsteindsóttir, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ og stjórnarmaður í sambandinu.

Hver er staðan hér á landi?

Umræður á borðum um efni erinda morgunsins.
  Hádegisverður
 13:00 Svæðasamvinna sveitarfélaga – Þriðja stjórnsýslustigið?

Dagur B. Eggertsson, formaður nefndar sambandsins um svæðasamvinnu sveitarfélaga.

Kynnt verður starf nefndar sambandsins um hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga og þróun í svæðasamvinnu sveitarfélaga og kallað eftir  athugasemdum og ábendingum frá þingfulltrúum.

Umræður á borðum.
 14:15 Lærdómur í lok kjörtímabils – leiðarljós á nýju kjörtímabili

Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins.

Halla Björk Reynisdóttir, formaður bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar.

Hvernig hefur tekist til þegar rétt rúmlega eitt ár er eftir af kjörtímabilinu? Hvað hefur gerst á sveitarstjórnarstiginu? Jákvæð þróun eða neikvæð? Hverju þarf að breyta? Hver er reynslan af nýjum sveitarstjórnarlögum – fjármálareglur o.fl.? Verkefnaflutningur milli stjórnsýslustiga. Efling sveitarstjórnarstigsins. Hvað hefur sambandið gert? Er eitthvað í starfsemi og þjónustu sambandsins sem má breyta? Hvernig á sambandið að sinna sveitarstjórnarmönnum.

Umræður á borðum.
 15:30 Samantekt og almennar umræður
Þingforsetar taka stöðuna á nokkrum borðum og fulltrúar biðja um orðið.
 15:55 Landsþingsslit
Guðríður Arnardóttir, varaformaður sambandsins.
 16:00 A ð a l f u n d u r   L á n a s j ó ð s    s v e i t a r f é l a g a    o h f. 
 17:00 Móttaka í boði lánasjóðsins.

Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu verður haldið í tengslum við landsþingið þann 14. mars á Grand hótel

.