Landsþing 2015

Staldrað við og staðan metin

Landsþingið verður að þessu sinni haldið í Salnum í Kópavogi föstudaginn 17. apríl og hefst það kl. 10 að morgni og stefnt er að því að þingstörfum ljúki milli kl. 15 og 16 síðdegis. Að þinginu loknu hefst aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. á sama stað, en þar eiga allir sveitarstjórnarmenn seturétt. Að loknum aðalfundi lánasjóðsins býður sjóðurinn til móttöku í anddyri Salarins. Til aðalfundar lánasjóðsins verður boðað með sérstöku bréfi frá sjóðnum.

Bein útsending verður frá landsþinginu á vef sambandsins, www.samband.is/beint

Dagskrá

Kl. 09:20–10:00   Skráning þingfulltrúa og afhending gagna
Kl. 10:00–10:25 1. Þingsetning
      Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Kl. 10:25–10:35 2. Kosning þingforseta, ritara og kjörbréfanefndar
Kl. 10:35–11:15 3. Hvað næst? Sameiningar eða samstarf?
     

Erindi Önnu og Róberts hefst eftir 28 mínútur í myndbandinu hér að ofan

Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs.

Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.

Almennar umræður og fyrirspurnir.

Kl. 11:15–12:10 4. Þjónusta við fatlað fólk
     

Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Erindi Karls Björnssonar

Almennar umræður og fyrirspurnir.

Kl. 12:10–13:00  

H Á D E G I S H L É

 

Kl. 13:00–13:10 5. Álit kjörbréfanefndar
Kl. 13:10–13:30 6. Ávarp innanríkisráðherra
      Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Kl. 13:30–14:30 7. Lýðræði og efling sveitarstjórnarstigsins
     

Gunnar Helgi Kristinsson prófessor.

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar.

Almennar umræður og fyrirspurnir.

Kl. 14:30–15:05 8. Kosningar og kosningalöggjöfin
     

Magnús Karel Hannesson, sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs.

Almennar umræður og fyrirspurnir.

Kl. 15:05–15:15 9. Þingslit
      Halla Sigríður Steinólfsdóttir, varaformaður sambandsins.