Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga

Stjórn sambandsins er kosin á landsþingi að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Stjórnarmenn eru 11 með formanni sem kosinn er sérstaklega.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er kosin á næsta landsþingi sambandsins að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Stjórnarmenn eru 11 að tölu með formanni sem kosinn er sérstaklega. Við kjör í stjórn er landinu skipt upp í fimm kjörsvæði sem taka mið af skiptingu landsins í kjördæmi vegna Alþingiskosninga með þeirri undantekningu að Reykjavík er eitt kjörsvæði.

Kjörgengir í stjórn sambandsins eru allir aðalmenn og varamenn í sveitarstjórnum og framkvæmdastjórar sveitarfélaga, enda hafi þeir það starf að aðalstarfi. Missi stjórnarmaður umboð til setu í stjórninni tekur varamaður sæti hans til næsta landsþings sem kýs nýjan aðalmann í hans stað. Láti aðal- eða varamaður í stjórn af starfi hjá því sveitarfélagi sem hann starfaði fyrir þegar kosning fór fram fellur umboð hans niður og á næsta landsþingi er kosinn stjórnarmaður í hans stað.

Stjórnin fer með yfirstjórn sambandsins milli landsþinga, sem haldin eru árlega. Stjórnin er í forsvari fyrir sambandið út á við og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Stjórnin heldur fundi að jafnaði einu sinni í mánuði.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er kjörin til fjögurra ára á landsþingi að afloknum sveitarstjórnarkosningum.

Fundargerðir stjórnar.

Formaður stjórnar sambandsins  er kjörinn sérstaklega á landsþingi. Á XXXII. landsþingi sambandsins var Aldís Hafsteinsdóttir kjörinn formaður þess kjörtímabilið 2018-2022.

Stjórnin er þannig skipuð (í september 2018):

Aðalmenn: Varamenn:
Heiða Björg Hilmisdóttir
Reykjavíkurborg
Skúli Þór Helgason
Reykjavíkurborg
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Reykjavíkurborg
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Reykjavíkurborg
Eyþór Laxdal Arnalds
Reykjavíkurborg
Hildur Björnsdóttir
Reykjavíkurborg
Gunnar Einarsson
Garðabæ - Suðvesturkjörsvæði
Haraldur Sverrisson
Mosfellbæ - Suðvesturkjörsvæði
Guðmundur Ari Sigurjónsson
Seltjarnarnesbær - Suðvesturkjörsvæði
Adda María Jóhannsdóttir
Hafnarfjarðarkaupstaður - Suðvesturkjörsvæði
Rakel Óskarsdóttir
Akraneskaupstað - Norðvesturkjörsvæði
Daníel Jakobsson
Ísafjarðarkaupstað - Norðvesturkjörsvæði
Bjarni Jónsson
Sveitarfélagið Skagafjörður - Norðvesturkjörsvæði
Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir
Borgarbyggð - Norðvesturkjörsvæði
Kristján Þór Magnússon
Norðurþing - Norðausturkjörsvæði
Gauti Jóhannesson
Djúpavogshreppur - Norðausturkjörsvæði
Jón Björn Hákonarson
Fjarðabyggð - Norðausturkjörsvæði
Guðmundur B. Guðmundsson
Akureyrarkaupstaður - Norðausturkjörsvæði
Aldís Hafsteinsdóttir - formaður
Hveragerðisbæ - Suðurkjörsvæði
Margrét Ólöf A. Sanders
Reykjanesbæ - Suðurkjörsvæði
Ásgerður K. Gylfadóttir
Sveitarfélagið Hornafjörður - Suðurkjörsvæði
Lilja Einarsdóttir
Rangárþing eystra - Suðurkjörsvæði

Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga er Karl Björnsson.