Tímaritið Sveitarstjórnarmál

Tímaritið Sveitarstjórnarmál hefur komið út óslitið frá árinu 1941. Tímaritið hefur á hverjum tíma verið vettvangur umfjöllunar um baráttu- og hagsmunamál sveitarfélaganna og verið mikilvægur hlekkur í þeirri hagsmunagæslu sem Samband íslenskra sveitarfélaga sinnir fyrir sveitarfélögin í landinu.

Fyrsti ritstjóri Sveitarstjórnarmála, og eigandi fyrstu árin, var Jónas Guðmundsson. Sambandið eignaðist tímaritið árið 1947. Jónas ritstýrði Sveitarstjórnarmálum allt til ársins 1966 að undanskildum árunum 1949-1952 þegar Eiríkur Pálsson gengdi því starfi og á árunum 1956-1957 þegar Þorvaldur Árnason sinnti ritstjórninni. Frá árinu 1964 til 2002 sá Unnar Stefánsson ritstjóri um útgáfuna og ritstýrði jafnframt tímaritinu.

Í upphafi árs 2002 samþykkti stjórn sambandsins að gera breytingar á útgáfu tímaritsins í þeim tilgangi að efla það enn frekar sem ferskan miðil og málgagn sambandsins. Í framhaldi af þessari samþykkt var gerður samningur við Fremri - kynningarþjónustu ehf. á Akueyri um að fyrirtækið tæki að sér umsjón með útgáfu tímaritsins í samvinnu við sambandið, en eftir sem áður verður sambandið eigandi og útgefandi Sveitarstjórnarmála. Markmiðið með samningnum var að efla útgáfuna og styrkja tímaritið til þess að vera áfram mikilvægt tæki í hagsmunagæslu fyrir sveitarfélögin og jafnframt áhugaverður vettvangur fyrir sveitarstjórnarmenn til þess að sækja fróðleik og skiptast á skoðunum um málefni sveitarfélaganna.

Árið 2018 kom tímaritið „aftur heim“ og hefur rekstrar- og útgáfusvið sambandins umsjón með útgáfu þess og áskriftum. Jafnframt var tölublöðum hvers árs fækkað og verður tímaritið gefið út 2-3 á ári hér eftir. Ritstjórar tímaritsins eru  Valur Rafn Halldórsson, sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs sambandsins, og Ingibjörg Hinriksdóttir, tækni- og þjónusturáðgafi sambandsins.

Sveitarstjórnarmál árið 2019


Sveitarstjórnarmál árið 2018

Sveitarstjórnarmál árið 2017Sveitarstjórnarmál árið 2016

Sveitarstjórnarmál árið 2015

Sveitarstjórnarmál árið 2014