Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

23. jan. 2020 : Umsagnir um Hálendisþjóðgarð, þjóðgarðastofnun og meðhöndlun úrgangs

Á meðal áhugaverðra mála sem sambandið hefur veitt umsögn um má benda á reglugerð um Fiskeldissjóð. Hlutverk sjóðsins er að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.

Nánar...

22. maí 2019 : Ítarlegri umsögn sambandsins um fjármálaáætlun 2020-2024 fylgt eftir við fjárlaganefnd

Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði ítarlegri umsögn um fjármálaáætlun 2020-2024 til fjárlaganefndar Alþingis í morgun. Farið er þar yfir þá hnökra sem orðið hafa á samskiptum ríkis og sveitarfélaga í tengslum við þá einhliða ákvörðun ríkisstjórnarinnar að frysta framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021. Skerðingin nemur samtals 3-3,5 ma.kr. og bitnar hún harðast á fámennum sveitarfélögum. Gerð er skýlaus krafa um að Alþingi dragi til baka þessi áform ríkisstjórinarinnar.

Nánar...

05. sep. 2018 : Umsögn um þjóðgarðastofnun

Áhersla er lögð á að sem breiðust sátt takist um efni frumvarpsins. Hér sé um löggjöf að ræða sem snertir mjög marga, eins og sjá megi á þeim fjölda umsagna sem borist hafi um málið. Ljóst sé að skoðanir séu mjög skiptar og megi sem dæmi sjá af umsögnum, að sveitarstjórnarmenn telji ekki endilega þörf á miðlægri stofnun um málefni þjóðgarða og friðlýstra svæða.

Nánar...

02. maí 2018 : Frumvarp um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent atvinnuveganefnd Alþings umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi. Frumvarpinu er ætlað að skapa aukna sátt um uppbyggingu fiskeldis hér á landi og leggja grunn að því sem öflugri, ábyrgri og sjálfbærri atvinnugrein. Umsögnin er unnin í nánu samráði við Samtök sjávarútvegssveitarfélaga.

Nánar...

16. apr. 2018 : Frumvarp til laga um veitinga, gististaði og skemmtanahald

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti umsögn vegna breytinga á ákvæðum laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, en lögin taka m.a. til löggæslukostnaðar á skemmtunum.

Nánar...

13. apr. 2018 : Umsögn um frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur

IMG_3368

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn um frumvarp til  laga um lögheimili og aðsetur. Frumvarpinu er ætlað að leysa af hólmi lög um lögheimili nr. 21/1990 og lög um tilkynningar aðsetursskipta nr. 73/1992. Markmið frumvarpsins er að stuðla að því að búsetu- og aðsetursskráning einstaklinga sé rétt og að réttaröryggi í meðferð ágreiningsmála er varða skráningu lögheimilis og aðseturs verði tryggt.

Nánar...

18. apr. 2017 : Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent velferðarnefnd Alþingis umsögn um frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra, 119. mál. Málið er endurflutt á þinginu og hefur sambandið oftsinnis lýst þeirri afstöðu til málsins að fella beri lög um orlof húsmæðra, nr. 53/1972 úr gildi.

Nánar...

23. mar. 2017 : Umsögn um frumvarp um afnám lágmarksútsvars

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um breytingu á tekjustofnalögum sem felur í sér afnám lágmarksútsvars.

Nánar...

21. mar. 2017 : Tvö ný frumvörp frá ráðherra sveitarstjórnarmála

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að ráðherra sveitarstjórnarmála hefur lagt fram á Alþingi tvö ný frumvörp. Annars vegar um bílastæðagjöld og hins vegar um sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði

Nánar...
Síða 1 af 6