Yfirstjórn

Í samþykktum Sambands íslenskra sveitarfélaga er kveðið á um að landsþing fari með æðsta vald í málefnum sambandsins. Landsþing kemur saman árleg og þar eiga rétt til setu fulltrúar allra sveitarfélaga, mismargir eftir íbúafjölda þeirra.

Í samþykktum sambandsins segir að stjórnin þess fari með yfirstjórn sambandsins milli landsþinga og að stjórnin sé í forsvari fyrir sambandið út á við og beri ábyrgð á fjárreiðum þess. Stjórn sambandsins fundar að jafnaði mánaðarlega, nema yfir sumarmánuðina.

Fundargerðir stjórnar sambandsins eru aðgengilegar almenningi á vef sambandsins með öllum þeim gögnum sem lögð eru fram á stjórnarfundum, nema gögn séu lögð fram sem trúnaðarmál.