• Hús sveitarfélaga Brussel

Brussel skrifstofa

Samband íslenskra sveitarfélaga rekur skrifstofu í Brussel, en skrifstofan er hluti af þróunar- og alþjóðasviði sambandsins. Starfsemi skrifstofunnar er styrkt af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Meginhlutverk skrifstofunnar er að gæta hagsmuna íslenskra sveitarfélaga gagnvart Evrópusambandinu og í EES-samstarfinu og aðstoða sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra við að nýta sér tækifæri í evrópskum samstarfsáætlunum.

Skrifstofan tekur þátt í samstarfi evrópskra systursambanda um hagsmunagæslu gagnvart ESB, í gegnum  Samtök evrópskra sveitarfélaga, CEMR. Skrifstofan er til húsa í Evrópuhúsi sveitarfélaga í Brussel þar sem skrifstofa CEMR er til húsa. Þar hafa einnig fjölmörg önnur evrópsk sveitarfélagasambönd skrifstofur, svo sem öll norrænu systursamböndin.

Skrifstofan hefur einnig samvinnu við fastanefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu, EFTA skrifstofuna og aðra aðila sem vinna að hagsmunum Íslands í Brussel.

Forstöðumaður skrifstofunnar er Óttar Freyr Gíslason. Hægt er að ná sambandi við skrifstofuna í gegnum skiptiborð Sambands íslenskra sveitarfélaga í síma eða með því að senda tölvupóst á netfangið: ottarfreyr@samband.is - beinn íslenskur sími er 515 4902.

Brussel-skrifstofa
Samband íslenskra sveitarfélaga
Square de Meeûs 1
B-1000 Brussel
Belgium