Norræn samvinna

Á fyrsta starfsári Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 1945 leitaði stjórn þess eftir samstarfi við systrasambönd þess, sem þá höfðu starfað um nokkurt skeið annars staðar á Norðurlöndum. Var það auðsótt mál og ævinlega síðan hefur hefur verið nokkurt samstarf við sveitarstjórnarsamböndin þar, misjafnlega náið eftir efnum og aðstæðum. Slíkt samstarf er m.a. fólgið í því að samböndin bjóða fulltrúum að sitja landsþing hvers annars og þau skiptast á tímaritum sínum og öðrum ritum. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ævinlega átt greiðan aðgang að fróðleik um hin ýmsu málefni hjá Norrænu sveitarfélagasamtökunum

Framkvæmdastjórar sambandanna, stjórnendur sviða og sérfræðingar hittast reglulega og bera saman bækur sínar.