Nordregio 2015

Norræna byggðastofnunin Nordregio, heldur árlega áhugaverðar ráðstefnur sem eru haldnar til skiptist í aðildarlöndum stofnunarinnar.  Ráðstefnan í fyrra var haldinn í Reykjanesbæ og ráðstefnan 2015 verður haldin 25.-26. nóvember nk. á Helsingaeyri, Danmörku.

Norræna byggðastofnunin Nordregio, heldur árlega áhugaverðar ráðstefnur sem eru haldnar til skiptist í aðildarlöndum stofnunarinnar.  Ráðstefnan í fyrra var haldinn í Reykjanesbæ og ráðstefnan 2015 verður haldin 25.-26. nóvember nk. á Helsingaeyri, Danmörku.

Yfirskrift hennar er: „Nordic City Regions in a Global Environment“.  Á ráðstefnunni verður sjónum beint að styrkleikum og veikleikum norrænna borgarsvæða á tímum sem einkennast af mikilli alþjóðlegri samkeppni, loftslagsbreytingum og fólksflutningum. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar, sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar, fjalla um það sem efst er á baugi á sviði skipulagsmála og sjálfbærrar byggðaþróunar og skoðuð verða tengsl við norræna þróun og viðhorf. 

Nánari upplýsingar á http://www.nordregio.se/Events/Nordregio-Forum-2015-Nordic-City-Regions-in-a-Global-Environment/