Sautjándi fundur sveitarstjórnarvettvangs EFTA

Orku- og loftslagsmál, jafnlaunavottun, jafnvægi vinnu og einkalífs og BREXIT á dagskrá

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í sautjánda sinn í Reykjavík 28.-29. júní sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA samstarfinu. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi og tveir áheyrnarfulltrúar frá Sviss. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í sautjánda sinn í Reykjavík 28.-29. júní sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA samstarfinu. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi og tveir áheyrnarfulltrúar frá Sviss. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.

Helstu viðfangsefni vettvangsins að þessu sinni voru orku- og loftslagsmál, jafnlaunavottun, jafnvægi vinnu og einkalífs sem vettvangurinn ályktaði um. Einnig var útganga Breta úr ESB (Brexit) til umræðu.

Sveitarfélög hafa lykilhlutverki að gegna í loftslags og orkumálum

Sveitarstjórnarvettvangurinn hlýddi á kynningu Hrannar Hrafnsdóttur, sérfræðings hjá Reykjavíkurborg, um loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar og helstu mál á döfinni á vettvangi ESB á sviði orku- og lofslagsmála. Einnig flutti Halldór Björnsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni, erindi um nýja skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi.

Í kjölfarið samþykkti vettvangurinn ályktun um orku- og loftslagsmál og hlutverk sveitarfélaga í tengslum við næsta loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP24) sem fram fer í lok árs. Ályktunin var flutt af Runar Bålsrud frá Noregi. Forum-i-radhusi

Vettvangurinn leggur áherslu á lykilhlutverk sveitarfélaga við gerð landsáætlana í loftslagsmálum og óskar þess að sveitarstjórnarstigið fái formlega aðkomu að lofslagssamningnum. Sveitarfélög hafa víða á forræði sínu samgöngur, skipulagsmál, orkuframleiðslu og -dreifingu, vatnsveitur, úrgangsmál og upplýsingatækniinnviði m.a. og aðgerðir þeirra skipta því sköpum til að markmið um minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda og kolefnishlutlaus samfélög náist en einnig til að þróa aðgerðir til að bregðast við loftslagsbreytingum. Vettvangurinn áréttar mikilvægi staðlaðra reikningsaðferða til að auðvelda sveitarfélögum stefnumótun og gera þeim kleift að meta árangur aðgerða til að draga úr losun. Vakin er athygli á því að markaðstorg, þar sem sveitarfélög gætu lýst lofslagsaðgerðum og selt losunarheimildir til ríkisins, gæti verið hvati fyrir þau til að minnka losun og verða lofslagsvænni. Vettvangurinn kallar eftir auknu fé til handa sveitarfélögum til að auðvelda þeim að bregðast lofslagbreytingum. Jafnframt er lögð áhersla á mikilvægi samráðs við sveitarstjórnarstigið við alla stefnumótun og framkvæmd loftslagsstefnu. Vettvangurinn hvetur stjórnvöld í EES EFTA ríkjunum til að skerpa á áherslum á græn innkaup og ívilnanir sem hvetja til lofsagsvænni innkaupa hjá sveitarfélögum og neytendum almennt. Loks hvetur vettvangurinn til nánara samstarfs allra stjórnsýslustiga og stofnana í lofslagsaðgerðum og samráðs og samstarfs við hagsmunaaðila og almenning.

Ályktuninni verður komið á framfæri við stjórnvöld EES-ríkjanna, stofnanir EFTA og ESB, og Svæðanefndina. 

Jafnlaunavottun og jafnvægi vinnu og einkalífs

Jafnlaunavottun og tillögur ESB um jafnvægi vinnu og einkalífs voru einnig til umræðu og ályktaði vettvangurinn um efnið.

Á fundinum sagði Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá starfsmatskerfinu og jafnlaunavottuninni og Guðlaug Kristjánsdóttir, varaforseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðarbæjar, sagði frá reynslu sveitarfélagsins af innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Þá sagði Eva Margrét Kristinsdóttir, lögfræðingur hjá velferðarráðuneytinu, frá fæðingarorlofsreglum á Íslandi og mögulegum áhrifum nýrra reglna sem nú eru til umræðu hjá ESB. Loks sagði Nathalie Sarrabezolles, formaður héraðsráðs Finistére í Frakklandi frá ályktun Svæðanefndar ESB um tillögur ESB til að stuðla að jafnvægi vinnu og einkalífs.Fulltruar-forum

Ályktuninni verður komið á framfæri við stjórnvöld EES-ríkjanna, stofnanir EFTA og ESB, og Svæðanefndina. 

Fundarmenn fjölluðu einnig um samstarf sveitarstjórnarvettvangsins við Svæðanefnd ESB og ræddu Brexit og hlýddu á kynningu Jóhönnu Jónsdóttur, sérfræðings hjá utanríkisráðuneyti, á starfi stýrihóps um Brexit og mögulegar sviðsmyndir eftir útgöngu Breta úr ESB. Þá heimsótti vettvangurinn Hellisheiðarvirkjun og hlýddi á kynningu Mörtu Rósar Karlsdóttur, yfirmanns náttúruauðlinda hjá Orku náttúrunnar, á jarðvarma og orkumálum og aðgerðum Orkuveitunnar til að jafna hlut kynjanna hjá fyrirtækinu og grafa undan staðalmyndum í orkugeiranum.

Á fundinum var Nils Røhne kjörin nýr formaður Sveitarstjórnarvettvangs EFTA en nýr varaformaður verður kjörinn í kjölfar landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga í september.