Daggæsla í heimahúsum

Félagsmálanefnd, eða önnur nefnd samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar, veitir leyfi til daggæslu barna í heimahúsum. Sveitarfélög bera ábyrgð á því að höfð sé umsjón og eftirlit með starfsemi dagforeldra og er kveðið á um fyrirkomulag þessarar þjónustu í reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum.