Erlent samstarf á sviði félagsþjónustu

ESN-Logo Samband íslenskra sveitarfélaga er aðili að European Social Network (ESN) sem eru regnhlífarsamtök ýmissa aðila í Evrópu sem koma að velferðarmálum. Aðilar að samtökunum eru um 100 talsins og koma frá 32 löndum.

ESN samtökin voru stofnuð fyrir um 20 árum, en þau sinna samskiptum og miðlun upplýsinga um málefni félagsþjónustu. Þau halda m.a. uppi mjög gagnlegri vefsíðu og halda tvisvar til þrisvar á ári málþing um ýmis mál, en árlega er haldin stór ráðstefna á þeirra vegum.

Sambandið telur mikilvægt að hafa góðan aðgang að upplýsingum um málaflokkinn í öðrum löndum en Samtök stjórnenda í velferðarþjónustu á Íslandi hafa verið aðilar að ESN frá upphafi. Hér undir má finnar ýmsar áhugaverðar skýrslur og upplýsingar frá ESN, tengdum félagsþjónustu sveitarfélaga.