Kjaramálanefnd

Stjórn sambandsins skipar fimm manna kjaramálanefnd, sem er stjórn og kjarasviði til ráðgjafar  í vinnumarkaðsmálum, kjarasamningagerð og við undirbúning kjarastefnu og samningsmarkmiða Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í nefndinni sitja fulltrúar úr stjórn sambandsins og sérfræðingar í kjaramálum sveitarfélaga.

Í nefndinni sitja 2018-2022:

  • Rakel Óskarsdóttir, Akraneskaupstað
  • Gunnar Jónsson, Fjarðabyggð
  • Halla Margrét Tryggvadóttir, Akureyri
  • Haraldur Sverrisson, Mosfellsbæ
  • Ragnhildur Ísaksdóttir, Reykjavíkurborg

Sérfræðingar kjarasviðs og aðrir fulltrúar í samninganefnd sambandsins sitja fundi nefndarinnar þegar málefni er varða kjaraviðræður, sem þeir eiga beina aðkomu að, eru til umfjöllunar í nefndinni. Sviðsstjóri kjarasviðs boðar til og stjórnar fundum nefndarinnar.

Fundargerðir nefndarinnar eru lagðar fyrir stjórn sambandsins til kynningar eða eftir tilvikum til staðfestingar en eru að öðru leyti ekki til opinberrar birtingar.

Stjórn sambandsins setur markmið og mótar stefnu sambandsins í kjaramálum og sviðsstjóri kjarasviðs og framkvæmdastjóri sambandsins bera ábyrgð á að markmiðum og stefnu sambandsins í kjarasamningagerð sé fylgt.