Starfsmat

Ný heimasíða starfsmatsins SAMSTARF er starfsmat.is


INNLEIÐING STARFSMATS HJÁ BHM

Á fundi framkvæmdanefndar um starfsmat sem haldinn var fimmtudaginn 31. janúar 2019 var lokið við að skrifa undir og samþykkja mat á störfum fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM sem sömdu um starfsmat í síðustu kjarasamningum. Samningsaðilar gera ráð fyrir fyrsta útborgun launa samkvæmt starfsmati verði 1. apríl nk.

Kjarasvið sambandsins hefur nú sent ítarlegar leiðbeiningar um innleiðingu starfsmatsins til framkvæmdastjóra, mannauðstjóra og launafulltrúa sveitarfélaga. Með innleiðingu starfsmatsins er röðun starfa varpað úr núgildandi bráðabirgðaröðun yfir í starfaröðun skv. starfsmati.

Starfsmatskerfi sveitarfélaga nefnist SAMSTARF og byggir á bresku starfsmatskerfi (Local Government Single Status Job Evaluation) og hefur verið notað við starfaröðun hjá sveitarfélögum frá árinu 2002. Verkefnastofa Starfsmats sér um framkvæmd starfsmats fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.

Eftirfarandi gögn vegna innleiðingar starfsmats fyrir aðildarfélög BHM voru send til sveitarfélaga 21. febrúar 2019.

Í reiknivél 2 eru þessi skjöl einnig aðgengileg. Aðgangsorð fyrir reiknivél er tilgreint í kynningarpósti til sveitarfélaga.


ELDRI UPPLÝSINGAR UM INNLEIÐINGU STARFSMATS HJÁ BHM

Áætlað er að innleiðingu starfsmats hjá aðildarfélögum BHM verði lokið í lok janúar.

Samkvæmt fundargerð 14. maí 2018 var reiknað með að innleiðingu starfsmats yrði lokið eigi síðar en 31. desember 2018. Þrátt fyrir að allt kapp hafi verið lagt á að ná því markmiði tókst ekki að ljúka innleiðingunni á tilsettum tíma.

Á fundi  með formönnum og starfsfólki aðildarfélaga BHM þann 17. desember 2018 lögðu fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga fram tillögu að vinnuáætlun aðila sem tryggja á að innleiðing starfsmatsins ljúki á næstu vikum. Formenn stéttarfélaganna hafa samþykkt áætlunina og er vinna samkvæmt henni þegar hafin.

Þegar vinnu aðila er lokið verður sveitarfélögum sendar nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar um framkvæmd vörpunar starfa í starfsmat.


INNLEIÐING STARFSMATS HJÁ HÁSKÓLAFÉLÖGUM 2016 til 2018
Kjarasamningarnir fela í sér að á samningstímanum breytist samsetning heildarlauna háskólamanna og launaröðun starfa verður skv. samstarfskerfinu SAMSTARF.
Þann 1. apríl 2016 hefst innleiðingarferli starfsmats með nýrri launaröðun starfa og er sú röðun til bráðabirgða.  Þann 1. júní 2018 kemur starfsmat að fullu til framkvæmda.  Öll störf raðast þá samkvæmt starfsmati og röðun til bráðabirgða fellur úr gildi.
Sjá nánar um innleiðingarferli starfsmats HÉR .


REIKNIVÉL 1
Reiknivélin er excel skjal sem umreiknar fastar viðbótargreiðslur inn í dagvinnulaun.  Aðgangsorð fyrir reiknivél er tilgreint í kynningarpósti til sveitarfélaga.  Reiknivélina (útg. 1,4 13.04.16) má finna hér .

DÆMI
Dæmi um breytingu á launaröðun skv. 1 . skrefi innleiðingar starfsmats.  Sjá nánar HÉR.


Eldri upplýsingar:

Breytt fyrirkomulag starfsmatsins í upphafi árs 2014:

Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og stéttarfélög, sem samið hafa um starfsmat, hafa sameinað starfsemi starfsmatsins í sameiginlega Verkefnastofu starfsmats.  Nánari upplýsingar er hægt að nálgst hér.

Breskt starfsmatskerfi innleitt á Íslandi

Árið 2002 hófst innleiðing á bresku samræmdu starfsmatskerfi sem Launanefnd sveitarfélaga og Reykjavíkurborg unnu sameiginlega að í samvinnu við viðsemjendur sína.  Starfsmatskerfið nefnist SAMSTARF. Verklag og rekstur við starfsmatið var þó aðskilinn og að hluta til ólíkur hjá þessum aðilum. Kerfið sem varð fyrir valinu var hannað í Bretlandi 1997 ( Local Government Single Status Job Evaluation) og hefur gefið góða raun í fjölmörgum sveitarfélögum þar. Starfsmatið nær nú til rúmlega 60% starfsmanna sveitarfélaga á Íslandi.


Almennt um breska starfsmatskerfið
Breska starfsmatskerfið er samræmt starfsmatskerfi ( Single Status Job Evaluation) frá árinu 1997.  Það var hannað af hópi valinkunnra sérfræðinga í samvinnu við sveitar- og stéttarfélög í Bretlandi, auk sérfróðra ráðgjafa um launajafnrétti.  Bæði Breska jafnréttisráðið ( Equal Opportunities Commission) og Jafnréttisnefnd kynþátta ( Commission for Racial Equality) í Bretlandi tóku virkan þátt í hönnun kerfisins og hafa fagnað þessu framtaki.

Við hönnun kerfisins var þess sérstaklega gætt að framfylgja jafnrétti á grundvelli kyns, kynþáttar, trúarskoðana, aldurs og fötlunar, og þannig reynt að tryggja að starfsmenn fái sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. 

Til þess að starfsmat geti talist „kynhlutlaust″ þarf það að taka jafnt tillit til þeirra þátta er einkenna hefðbundin kvenna- og karlastörf.  Mikilvægt er að hafa í huga að starfsmatskerfi geta falið í sér kynbundna mismunun og hafa mörg kerfi verið gagnrýnd fyrir það.  Mismunun getur falist í því að starfseinkennum sem eru dæmigerð fyrir kvennastörf eru gerð lítil skil, s.s. ábyrgð á fólki og tilfinningalegt álag, en einkenni eins og líkamlegt álag og ábyrgð á fjármunum sem oft einkenna störf karla fái hátt vægi og eru gerð ýtarleg skil.

Einnig getur mismunun falist í framkvæmd starfsmatsins.  Breska starfsmatskerfið er á tölvutæku formi, með lokuðum spurningum og er þannig reynt að draga sem mest úr huglægri skekkju við matið.