Innflytjendamál

Frá móttöku til aðlögunar

Frá móttöku til aðlögunar, hlutverk sveitarfélaga og svæða í flóttamanna- og innflytjendamálum.

Á vorþingi Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins árið 2017 var samþykkt skýrsla um hlutverk sveitarfélaga og svæða í flóttamanna- og innflytjendamálum með ábendingum og tillögum.  Í skýrslunni er farið yfir hlutverk sveitarfélaga og svæða í Evrópuráðslöndunum sem standa frammi fyrir nýjum áskorunum vegna vaxandi fjölda flóttamanna- og innflytjenda á undanförnum árum. Lögð er áhersla á að þar sem ESB og Evrópuríki hafi ekki brugðist á skýran og heildstæðan hátt við aðstæðum, hafi sveitarfélög og svæði þurft að takast á við neyðaraðstæður og láta innflytjendum og flóttamönnum í té þjónustu og vernd af takmörkuðum efnum og án nægilegs stuðnings.

... lesa meira

Málþing um innflytjendamál

Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum var haldið í Reykjanesbæ föstudaginn 14. nóvember 2014. Málþingið var ætlað sveitarstjórnarmönnum og öðrum stjórnendum í sveitarfélögum, svo og starfsmönnum sem hafa umsjón með málefnum innflytjenda. 

Fjölmenningarsetur

Fjölmenningarsetur hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við útlendinga sem búsettir eru á Íslandi, eða vilja flytja hingað erlendis frá.

Á vef Fjölmenningarseturs, mcc.is og fjolmenningarsetur.is, er að finna upplýsingar um Ísland og íslenskt samfélag. Auk íslensku er búið að þýða hana yfir á ensku, pólsku, króatísku, tailensku, spænsku, rússnesku og litháísku. Á síðunni má finna upplýsingar um Ísland og íslenskt samfélag. Áhersla er lögð á að fólk sem flyst til landsins erlendis frá geti kynnt sér réttindi sín og skyldur og nálgast upplýsingar um hverdagslega hluti á auðveldan hátt. Á síðunni er sérstakt sveitarfélagaviðmót þar sem finna má upplýsingar um helstu opinbera þjónustu í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Orðskýringar eru einnig á vefnum sem hafa nú verið þýddar á sjö tungumálum. Síðan getur nýst starfsfólki sveitarfélaga og stofnana til að aðstoða útlendinga því alltaf er hægt að sjá á íslensku hvað verið er að þýða í hverju tilviki.

Fjölmenningarsetur hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi.

Hjá Fjölmenningarsetri er hægt að leita eftir upplýsingum um margt er varðar daglegt líf á Íslandi, stjórnsýsluna og leita eftir aðstoð varðandi flutning til og frá Íslandi.

Fjölmenningarsetur starfrækir upplýsingasíma á pólsku, serbnesku/króatísku, taílensku, spænsku, litháísku og rússnesku

Fjölmenningarsetur er staðsett að Árnagötu 2 á Ísafirði en þjónustar allt landið.

Fjölvaki

Fjölvaki er vefur þar sem efni tengt fjölmenningu er vaktað og birt á einum stað.  Þar eru t.d.:

  • Yfir 600 tenglar á 23 tungumálum sem allir vísa á íslenskar vefsíður í tenglasafninu.
  • Yfir 200 hugtök á 9 tungumálum sem tengjast samskiptum heimila og skóla  í orðasafninu.
  • Yfir 150 færslur í ýmsum flokkum tengdar námsgögnum sem tengjast íslenskukennslu í námsefnisbankanum.

Stefnumótun í málefnum innflytjenda

Upplýsingar um stöðu innflytjendamála hjá sveitarfélögum skv. svörum þeirra við könnun starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í  málefnum innflytjenda vorið 2008:

 

 

Sveitarfélög sem hafa unnið að þróunarverkefnum í málefnum innflytjenda

Sveitarfélag Upplýsingar 
Akureyri astofan@akureyri.isanna@ahus.is  
Bolungarvík unnar@bolungarvik.is  
Garðabær bergljot@gardabaer.is, Vilhjalmurha@gardabaer.is  
Fjarðabyggð sigridur.h.palsdottir@fjardabyggd.is
Sveitarfélög á Austurlandi hafa samþykkt stefnu í móttöku nýrra íbúa. Stefna í málefnum nýrra íbúa á Austurlandi .
Grímsnes- og Grafningshreppur hilmar@gogg.is 
Hafnarfjarðarbær

Í lok árs 2006 setti Hafnarfjarðarbær á laggirnar tímabundið tilraunaverkefnið Nýbúaútvarp. Markmið verkefnisins eru að að auka upplýsingaflæði og fræðslu til erlendra íbúa Hafnarfjarðar og tryggja betur aðlögun þeirra að íslensku samfélagi.  Nýbúaútvarp útvarpar margvíslegu efni á nokkrum erlendum tungumálum. Útsendingarnar hófust í nóvember 2006 og nást á stórhöfuðborgarsvæðinu auk þess sem hægt er að hlusta á útvarpið í gegnum vefveitu Hafnarfjarðar. 60 mínútna langir þættir hafa verið á dagskrá 4 sinnum í viku auk endurvörpunar á sunnudögum. Fjölmiðladeild Flensborgarskólans í Hafnarfirði annast tæknihlið útsendinganna en Alþjóðahús ber ábyrgð á dagskrárgerð en dagskrárgerðin hefur verið í höndum sjálfboðaliða frá hinum ýmsu löndum. Verið er að skoða framhald þessa verkefnis nú.

Hafnarfjarðarbær vinnur nú að rannsókn á þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta- og æskulýðsstarfi í sveitarfélaginu. Rannsóknin á að varpa ljósi á stöðuna og leita leiða til úrbóta, ef þess er þörf. Niðurstöður liggja ekki fyrir.

Kópavogsbær konnyh@kopavogur.is  
Mosfellsbær bth@mos.is 
Reykjanesbær katarxyn.kraciuk@reykjanesbaer.is  
Reykjavíkurborg  
     ÍTR halldora.gunnarsdottir@reykjavik.is  
     Leikskolasvið sigridur.indridadottir@reykjavik.is 
     Velferðarsvið edda.olafsdottir@reykjavik.is 
Seltjarnarnesbær Þróunarverkefni í leikskólanum Mánabrekku - hrafnhildur@seltjarnarnes.is  
Sveitarfélagið Vogar siggara@vogar.is 

Móttökuferli

Hafnarfjarðarbær

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti nýlega tillögu um að í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar starfi þjónustufulltrúi sem sinnir sérstaklega málefnum innflytjenda og þjónustu við þá.

Sérstakt mótttökuferli fyrir börn á grunnskólaaldri í Lækjarskóla.

Kópavogsbær tomas@kopavogur.is  
Reykjanesbær katarzyn.kraciuk@reykjanesbaer.is  
Sveitarfélagið Vogar siggara@vogar.is  

 

Upplýsingaefni fyrir innflytjendur

Hafnarfjarðarbær

Í lok árs 2005 var gefinn út almennur upplýsingbæklingur fyrir innflytjendur í Hafnarfirði. Í honum er að finna grunnupplýsingar um þá þjónustu sem í boði er hjá bænum auk annarra hagnýtra upplýsinga.  Bæklingurinn var þýddur á ensku, pólsku, rússnesku og víetnömsku. Nú þegar er búið að dreifa honum inn á heimili pólskra og rússneskra innflytjenda auk þess sem hann liggur frammi hjá ýmsum þjónustustofnunum. Að auki hefur kynningarrit um leikskóla Hafnarfjarðar og umsóknareyðublöð verið þýdd á nokkur tungumál.

Jafnframt stendur til að þýða helstu upplýsingar á vef bæjarins http://www.hafnarfjordur.is/ yfir á nokkur tungumál. Stefnt er að því að þeirri vinnu ljúki á þessu ári.  Sama á við um upplýsingar í íbúagáttinni, rafrænni þjónustugátt sem opnar á næstu vikum. Til stendur að kynningarefni vegna gáttarinnar verði á nokkrum tungumálum.

Kópavogsbær Já, en fylgdi ekki 
Reykjanesbær Upplýsingaefni fylgdi ekki 
Reykjavíkurborg  
     ÍTR Sjá hlekki á upplýsingaefni sem ÍTR hefur tekið saman um þjónustuna á öðrum tungumálum.

Bæklingur um starfsemi ÍTR á ensku, spænsku og serbo-króatísku.
http://www.rvk.is/Portaldata/1/Resources/skjol/svid/itr/skjol/utgefidefni/sports_and_leisure_activities.pdf

    Leikskólasvið Efnið sem hefur verið tekið saman á vegum leikskólasviðs má finna á vef Reykjavíkurborgar
Vesturbyggð Upplýsingaefni fyrir innflytjendur: Bæklingurinn "Your first steps in Iceland" útg. Af innflytjendaráði, liggur  frammi í afgreiðslu sv.fél. á mörgum tungumálum