Mannréttindi í sveitarfélögum

Mannréttindi og sveitarstjórnarstigið

Á vorþingi Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins, sem haldið var 28.-30. mars 2017, ávarpaði mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins, Nils Muiznieks, þingið. Hann lagði sérstaka áherslu á málefni Rómafólks,  kynjajafnrétti og aðgerðir til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum, móttöku og aðlögun flóttafólks og innflytjenda, réttindi fatlaðs fólks og LGBT-fólks og sagði að án samstarfs og samráðs við sveitarstjórnarstigið væri ómögulegt að hrinda mannréttindum þessara hópa í  framkvæmd. Hann minntist sérstaklega á vandkvæði í ýmsum aðildarríkjum er tengjast fjölskyldusameiningum, ótrygga réttarstöðu og takmarkaðan aðgang að vinnumarkaði sem grafi undir aðlögun til lengri tíma litið. Hann lagði áherslu á gagnsemi landsbundinna framkvæmdaáætlana í mannréttindamálum til að stuðla að mannréttindavernd og kallaði eftir slíkum áætlunum á sveitarstjórnarstigi. Hann áréttaði ábyrgð sveitarstjórnarstigsins varðandi aðgengi að opinberum byggingum, samgöngum fyrir fólk með fötlun og stuðning svo fólk geti lifað sjálfstæðu lífi og kallaði eftir meiri metnaði á þessu sviði. Mannréttindafulltrúinn lýsti einnig áhyggjum af því að nú sé vegið að viðurkenndum mannréttindum kvenna, s.s. á sviði kynfrelsis.

Harald Bergmann, talsmaður Sveitarstjórnarþingsins um mannréttindi  vakti athygli á framkvæmda-áætlun þingsins í mannréttindamálum sem kveðjur m.a. um stofnun sérfræðinganefndar í mannréttindamálum sem vinnur nú að handbók um mannréttindi á sveitarstjórnarstigi. Haldin verður ráðstefna um efnið í Hollandi í 3. október þar sem handbókin verður kynnt. Megin-viðfangsefnið er bann við mismunun og mannréttindi flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda, Róma og LGBT-fólks.