Almenningssamgöngur

StraetoAlmenningssamgöngum á landi á Íslandi má skipta í þrennt. Í fyrsta lagi fólksflutninga á milli sveitarfélaga, rekna samkvæmt sérleyfi frá Vegagerðinni. Í öðru lagi almenningssamgöngur innan sveitarfélaga. Í þriðja lagi almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, sem eru að hluta á milli sveitarfélaganna sem eiga aðild að Strætó bs. og að hluta innan þeirra. Þar sem almenningssamgöngur eru í boði er misjafnt hvort þær eru reknar í tengslum við akstur skólabarna eða akstur með fatlaða og aldraða.

Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru styrktar með 80% endurgreiðslu á olíugjaldi. Aftur á móti hefur ríkið af þeim tekjur, t.d. vegna bifreiðagjalda, virðisaukaskatts af aðföngum, tryggingargjalds launa o.fl. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt áherslu á að ná fram breytingum á skattastefnu ríkisins gagnvart almenningssamgöngum, sjá m.a. umsögn um frumvarp til laga um almenningssamgöngur og skýrslu um VSK-umhverfi sveitarfélaga á tenglum hér til hægri.