Fornleifaskráning

Fornleifaskráning er heimilda- og vettvangskönnun á fornleifum, lýsing á ástandi og gerð fornleifanna, aðstæðum og staðsetningu ásamt mati á aldri, hlutverki, og tegund. Fornleifavernd ríkisins telur að fornleifaskráning sé fullnægjandi í tengslum við skipulagsvinnu ef farið hefur verið eftir þeim skráningarstöðlum sem Fornleifavernd leggur fram, og gögnum sé skilað inn til Fornleifaverndar með tilskyldum hætti. Skráningarstaðlana má nálgast á heimasíðu Fornleifaverndar frá 1. janúar 2007.