Mat á umhverfisáhrifum

Í lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda ( lög nr. 106/2000 m.s.br.) kemur fram að Skipulagsstofnun skuli gefa út leiðbeiningar um mat á umhverfisáhrifum. Sumarið 2005 birti Skipulagsstofnun drög að leiðbeiningunum til kynningar og athugasemda hér á heimasíðu stofnunarinnar og bárust stofnuninni athugasemdir og ábendingar.

Leiðbeiningarnar byggja í meginatriðum á leiðbeiningum Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda frá árinu 2003. Til viðbótar er í þessari útgáfu fjallað um flokkun umhverfisþátta, viðmið, einkenni og vægi umhverfisáhrifa ásamt því að fjallað er um atriði úr skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um 5 ára framkvæmd tilskipunar ESB 97/11 um mat á umhverfisáhrifum.