Jöfnunarsjóður sveitarfélaga

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga starfar á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum. Innanríkisráðherra hefur á hendi yfirstjórn Jöfnunarsjóðs, en honum til ráðuneytis er fimm manna ráðgjafarnefnd sem skipuð er til fjögurra ára að afloknum sveitarstjórnarkosningum.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur annars vegar það hlutverk að greiða sveitarfélögum framlög til jöfnunar á tekjumöguleikum þeirra og útgjaldaþörf eftir ákveðnu regluverki. Hins vegar greiðir sjóðurinn hlutdeild í húsaleigubótum til allra sveitarfélaga og lögbundin framlög til stofnana og samtaka sveitarfélaga. Um 10% af heildartekjum sveitarfélaganna koma úr jöfnunarsjóði.

Í kjölfar heildarendurskoðunar á lögum og reglugerðum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga skipaði innanríkisráðherra í ársbyrjun 2011 starfshóp til þess að endurskoða þrjá samninga sem gerðir voru á milli Reykjavíkurborgar, sambandsins og jöfnunarsjóðs við yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga árið 1996.  Samningarnir eru:

Starfshópurinn hélt 15 fundi og lauk störfum í ágúst 2012. Í ítarlegu skilabréfi hópsins er framgangur vinnu við endurskoðun hvers samnings rakin og niðurstöður. 

Reglugerð nr. 351/2002 um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla