Skóli án aðgreiningar

Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið, velferðarráðuneytið, Kennarasamband Íslands, Skólameistarafélag Íslands og Heimili og skóli hafa skrifað undir samstarfsyfirlýsingu um eftirfylgni úttektar á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.

Til grundvallar samstarfinu liggja tillögur í skýrslu Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir (European Agency for Special Needs and Inclusive Education) sem unnin var í samræmi við verksamning mennta- og menningarmálaráðherra og miðstöðvarinnar. Með yfirlýsingunni vilja þessir aðilar leitast við að fylgja eftir því markmiði úttektarinnar að styðja við langtímaþróun menntastefnu á Íslandi.