Verkefnisstjórn um vinnumat grunnskólakennara

Ein helsta nýjungin í samningi Samband íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara (FG), sem undirrituður var 20. maí 2014, felur í sér gerð nýs vinnumat kennara þar sem tilraun verður gerð til þess að meta þann tíma sem kennari ver til skilgreindra verkefna. Byggt verður á hlutlægum viðmiðum. Þau viðmið geta falist í mati á umfangi starfs vegna kennslu, undirbúnings, námsmats, umsjónar og þverfaglegs samstarfs. Vegna samsetningar og fjölda í nemendahópi, skráninga, skýrsluvinnu og foreldrasamskipta svo dæmi séu tekin.

Helstu verkefnin verða:

 • að skilgreina inntak og umfang einstakra hluta vinnumatsins
 • að vinna leiðarvísi með sýnidæmum
 • að styðja við innleiðingu
 • að veita álit og ráðgjöf
 • að safna í gagnabanka þekkingu og lausnum sem verða til.

Drög að leiðarvísinum eiga að liggja fyrir þann 1. nóvember 2014 en þá tekur við kynningar- og umsagnarferli út janúarmánuð 2015. Leiðarvísir um vinnumat verður lagður undir atkvæði samningsaðila í síðasta lagi 20. febrúar 2015.

Verkefnisstjórnina skipa af hálfu FG:

 • Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður FG og
 • Rósa Ingvarsdóttir, grunnskólakennari
 • auk þriðja aðila sem enn hefur ekki verið skipaður.

Fulltrúar sambandsins í verkefnisstjórninni eru:

 • Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri,
 • Helgi Grímsson, skólastjóri og
 • Karl Frímannsson, þróunarstjóri

Auk þess situr Svanhildur M. Ólafsdóttir, formaður SÍ í verkefnisstjórn sem áheyrnarfulltrúi. Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi sambandsins, er starfsmaður verkefnisstjórnar.