Starfsþróunarsjóðir

Endurmenntunarsjóður grunnskóla 

Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til endurmenntunar félagsmanna í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ). Samband íslenskra sveitarfélaga sér um umsýslu sjóðsins.


Námsleyfasjóður kennara og stjórnenda grunnskóla

Hlutverk sjóðsins er að greiða laun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) vegna námsleyfa allt að einu ári. Samband íslenskra sveitarfélaga sér um umsýslu sjóðsins.


Verkefna- og námsstyrkjasjóður FG og SÍ (Vonarsjóður)

Markmið sjóðsins er að styðja við sí- og endurmenntun kennara, námsráðgjafa og stjórnenda grunnskóla. Aðild að sjóðnum eiga kennarar, ráðgjafar og stjórnendur í grunnskólum, sem eru félagsmenn í FG eða SÍ. Kennarasamband Íslands sér um umsýslu sjóðsins.


Vísindasjóður Félags leikskólakennara

Markmið sjóðsins er að trygga fjárhagslegan grundvöll sí- og endurmenntunar fyrir leikskólakennara í tengslum við störf þeirra.  Kennarasamband Íslands sér um umsýslu sjóðsins.


Starfsmenntunarsjóður tónlistarkennara

Markmið sjóðsins er að auka tækifæri  félagsmanna til framhaldsmenntunar, endurmenntunar, rannsókna og þróunarstarfa. Auk þess að efla námsefnisgerð fyrir tónlistarskóla. Kennarasamband Íslands sér um umsýslu sjóðsins.


Sprotasjóður

Markmið sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í leik-, grunn- og framhalds-skólum í samræmi við reglugerð nr. 242/2009. Sjóðurinn kemur í stað Þróunarsjóðs leik- og grunnskóla. Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri sér um umsýslu sjóðsins.


Þróunarsjóður námsgagna

Þróunarsjóður námsgagna starfar samkvæmt  lögum um námsgögn nr. 71/2007 og  reglugerð um þróunarsjóð námsgagna nr. 1268/2007. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla með það að markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla. Rannís veitir nánari upplýsingar um Þróunarsjóð námsgagna, sjá http://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/throunarsjodur-namsgagna/.


Nordplus

Menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar, Nordplus, felur í sér fimm undiráætlanir sem samanlagt ná yfir öll svið menntunar. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að samstarfi og gæðum í menntun á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Rannís veitir nánari upplýsingar um styrki Nordplus, sjá http://www.rannis.is/sjodir/menntun/nordplus.


Menntaáætlun ESB

Samstarfsáætlun Evrópusambandsins, Erasmus+ sem gildir tímabilið 2014-2020, er ætlað að efla menntun, þjálfun, æskulýðsstarf og íþróttaiðkun almennings í Evrópu. Markmið Erasmus+ er að styðja við verkefni sem miða að því að auka færni og hæfni einstaklinga til að takast á við störf framtíðarinnar og að tryggja nútímavæðingu mennta- og æskulýðskerfa innan þátttökulandanna sem taka þátt í Erasmus+. Rannís veitir nánari upplýsingar um styrki Menntaáætlunar ESB, sjá http://www.erasmusplus.is/.Upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi