Skólaráð

Velkomin/n í skólaráð

Velkomin/n í skólaráð og þakka þér fyrir að sýna skólasamfélaginu þínu áhuga með því að gerast skólaráðsfulltrúi. Sem skólaráðsfulltrúi getur þú haft áhrif á skólahaldið og velferð nemenda og þar með stuðlað að því að allir nemendur njóti eins góðrar skólagöngu og unnt er í samræmi við ákvæði grunnskólalaga og aðalnámskrá grunnskóla.