Á réttu róli? Niðurstöður skólaþings 2019

Niðurstöðum Skólaþings sveitarfélaga, sem haldið var 4. nóvember 2019 undir yfirskriftinni „Á réttu róli?“ verður fylgt eftir á fyrsta morgunverðarfundi sambandsins um skólamál 17. febrúar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, 5. hæð í Borgartúni 30, frá kl. 8:15-10:15.

Upptaka frá fundinum.

Á skólaþinginu var athygli þátttakenda beint að skipan og umgjörð skólakerfisins fyrst og fremst. Lagðar voru spurningar fyrir fyrirlesara, ungmennaráð og þátttakendur um það hvort og þá hvernig gildandi skólaskipan væri að þjóna nemendum og áskorunum til framtíðar. Því var m.a. velt upp hvort sú skipan, sem rætur á að rekja til grunnskólalaga frá 1974, væri mögulega að hefta þróun íslensks skólakerfis eða hefði ekkert með það að gera. Afar dýrmætar upplýsingar fengust úr umræðuhópum, svörum frá ungmennaráðum og í erindum fyrirlesara á skólaþinginu. Nú vill sambandið taka umræðuna áfram og fær til þess valinkunna einstaklinga af vettvangi skóla og atvinnulífs.

 

Dagskrá

08:00 Morgunverður og skráning
08:30 Niðurstöður Skólaþings sveitarfélaga 2019 – stutta útgáfan
Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
  Allir í skó nr. 33
Hjálmar Árnason, fyrrum framkvæmdastjóri Keilis
  Færni og framtíðin
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins
  Jafnrétti til náms
Álfhildur Leifsdóttir, kennari og kennsluráðgjafi í Skagafirði
09:50 Umræður, fyrirspurnir og næstu skref

Fundarstjóri: Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands

Fyrirspurnir fara fram í gegnum forritið www.slido.com #1702