Námskeið

Námskeið fyrir fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum 2018

Námsefni af námskeiðinu „Það sem þú þarft að vita sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn“.

Að afloknum sveitarstjórnarkosningum heldur Samband íslenskra sveitarfélaga námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórn. Námskeiðið nefnist „Það sem þú þarft að vita sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn“ og var það síðast haldið haustið 2018, í framhaldi af sveitarstjórnarkosningum þá um vorið.

Námskeiðið var haldið í hverjum landshluta í samstarfi við viðkomandi landshlutasamtök sveitarfélaga. Umsjón með námsefnisgerð og útgáfu hafði sambandið. Sérfræðingar þess önnuðust kennslu, ásamt reyndum sveitarstjórnarkonum frá ráðgjafarfyrirtækinu Ráðrík, sem stýrðu námskeiðinu á hverjum stað.

Hér að neðan eru tenglar á kennslubók og glærur sem lagðar voru til grundvallar á námskeiðunum. Síðasta námskeiðið var tekið upp og hér að neðan er einnig tengill á þá upptöku fyrir þá sem ekki áttu þess kost að sækja námskeið í landshlutunum eða vilja rifja efnið upp.   

Námsefni:

Ítarefni:


Námskeið fyrir kjörna fulltrúa 2014-2018

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur staðið fyrir námskeiðum fyrir sveitarstjórnarmenn, bæði þá sem sitja í sveitarstjórnum og þá sem sitja í nefndum, að loknum sveitarstjórnarkosningum fjórða hvert ár, nú síðast vorið 2015. Hér að neðan er yfirlit yfir þau og aðgangur að námskeiðsefni.

Upplýsingar til nýrra sveitarstjórna 2014

Lögfræði- og velferðarsvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman eftirfarandi ábendingar fyrir nýkjörnar sveitarstjórnir. Er þess vænst að ábendingunum verði dreift til allra aðalmanna sem kjörnir voru í sveitarstjórnarkosningum 31. maí 2014, og að þær muni gagnast sveitarstjórnum við að haga störfum sínum í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011... lesa meira.