Nýsköpunarvogin

Nýsköpunarvogin er norræn könnun um nýsköpun hjá hinu opinbera, bæði stofnunum ríkisins og sveitarfélaga. Könnunin sjálf er nýsköpunarverkefni þar sem þetta mun vera fyrsta könnunin af þessu tagi í heiminum. Miðstöð fyrir nýsköpun hjá hinu opinbera í Danmörku (Center for offentlig innovation, Coi) þróaði könnunina upphaflega. Önnur Norðurlönd stukku síðan á vagninn og stöðugt fleiri lönd eru að slást í hópinn.

Sett hefur verið upp vefsíða, https://www.innovationbarometer.org/, um niðurstöður Nýsköpunarvogarinnar á Norðurlöndunum með samanburði á milli landanna. Þar er m.a. bæklingur um norrænu könnunina ”Measuring New Nordic Solutions: Innovation Barometer for the Public Sector” sem hægt er að hlaða niður. Það er áhugavert hversu líkar niðurstöðurnar eru á milli Norðurlandanna en þó skera sig einstaka þættir úr, t.d. er sláandi hversu lítið íbúar og notendur eru hluti af nýsköpunarstarfi hér á landi og hversu lítil fjárhagslegur og faglegur stuðningur er við nýsköpun hjá hinu opinbera hér.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga höfðu samstarf um fyrstu gerð Nýsköpunarvogarinnar hér á landi árið 2019. Stefnt er að því að endurtaka könnunina en á hinum Norðurlöndunum hefur hún verið gerð á tveggja ára fresti. Markmiðið með Nýsköpunarvoginni er að meta umfang og eðli nýsköpunar hjá hinu opinbera og að meta stöðuna á Íslandi miðað við önnur norræn ríki.

Gagnaöflun 2018 fór fram með tveimur spurningalistum sem áttu að meta stöðu nýsköpunar hjá stofnunum eða vinnustöðum hjá hinu opinbera. Fyrsti spurningalistinn var lagður fyrir ráðuneytisstjóra og framkvæmdastjóra sveitarfélaga. Í honum var fyrst og fremst spurt um nýsköpunarstefnu og -fjárveitingar. Hinn listinn var lagður fyrir yfirmenn vinnustaða á sveitarstjórnastigi og stofnana ráðuneyta. Í honum var spurt um nýsköpunarverkefni, eðli þeirra og þætti sem stuðla að nýsköpun eða hindra. Könnunin var send 543 vinnustöðum á sveitarstjórnarstigi og 208 vinnustöðum hjá ríkinu. Á sveitarstjórnarstigi var könnunin send skólastjórum leikskóla og grunnskóla, sem og yfrmönnum stjórnsýslu sveitarfélaga, félagsþjónustu og íþrótta- og tómstundasviða.

Svarhlutfall ríkisstofnana var um 60% og 27% á meðal vinnustaða á sveitarstjórnarstigi. Skýringar á þessum mikla mun á svarhlutfalli eru líklegast þær að könnunin á sveitarstjórnarstigi var mun flóknari og umfangsmeiri, bæði fleiri svarendur og fleiri flokkar af þjónustu. Aðeins 148 svör bárust frá vinnustöðum sveitarfélaga. Þar af voru 50 vinnustaðir á höfuðborgarsvæðinu og 102 á landsbyggðinni. Í framkvæmdastjórakönnuninni var svarhlutfall mun betra eða um 86%.

Að lokum er tilefni til vekja athygli á að fjármála- og efnhahagsráðuneytið rekur sérstaka vefsíðu um opinbera nýsköpun, https://opinbernyskopun.island.is/ , þar sem eru ýmsar áhugaverpar upplýsingar, þ. á m. um Nýsköpunarvogina.

Vinnustaðakönnun

Nýsköpun eins og hún var skilgreind í könnuninni felst í nýjum eða mikið breyttum vörum, þjónustu, verkferlum eða samskiptaleiðum.

Á myndunum hér fyrir neðan má sjá hvernig skiptingin var og fleiri niðurstöður könnunarinnar eru þar fyrir neðan.

Í vinnustaðakönnuninni voru svarendur beðnir um að lýsa nýjasta nýsköpunarverkefninu og hér eru dæmi um svör:

  • Aukin þjónusta varðandi fjarskipti, nýtt bókhaldskerfi, rafrænar samþykkir reikninga, aukin þjónusta við grunnskólanemendur og notendur félagsmiðstöðvar
  • Á mínu sviði var að innleiðing á frístundastyrkjakerfinu frá greiðslumiðlun sem auðveldaði umsóknarferli og umsýslu innan sveitarfélagsins.
  • Fórum af stað með þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun í leikskólastarfi, þar sem allt starfsfólk kemur að gerð verkefnis.
  • Google classroom var tekið upp ásamt því að chromebook tölvur voru keyptar fyrir nemendur. Samþætting námsgreina við upplýsingatækni er þar af leiðandi í flestum fögum.
  • Sveitarfélagið hefur tekið upp rafræna heimaþjónustu. Felur í sér bætt samskipti við þjónustuþega, starfsfólk og auðvelt aðgengi að veittri þjónustu fyrir bókhald.

 

Framkvæmdastjórakönnun – niðurstöður

Niðurstöður framkvæmdastjórakönnunarinnar í heild má sjá hér: https://outcomesurveys.com/ViewReport?rkey=4b9b08b8-5a7e-4e0a-a40d-eda3dad9fd75. Hér eru dæmi um nokkrar niðurstöður.