Nýsköpunarverðlaun og -ráðstefna

Nýsköpunarverðlaun í opinberri stjórnsýslu og þjónustu hafa verið veitt frá árinu 2011 en sveitarfélög tóku fyrst þátt árið 2012. Í tengslum við verðlaunaafhendinguna hafa alltaf verið haldnar ráðstefnur með þátttöku erlendra fyrirlesara. Kynningar og upptökur frá síðustu tveimur ráðstefnum eru aðgengilegar hér að neðan. Þar eru líka myndbönd um þau verkefni sem fengu viðurkenningar.