Upplýsingatækni

Kynningarfundur um úttekt á opinberum vefjum stofnana og sveitarfélalaga 2017

Þriðjudaginn 22. ágúst 2017, var haldinn kynningarfundur um úttekt á opinberum vefjum stofnana og sveitarfélaga 2017. Fundurinn var haldinn í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu við Skúlagötu. Á fundinum kynntu þau Jóhanna Símonardóttir, hjá Sjá ehf, og Svavar Ingi Hermannsson öryggissérfræðingur, framkvæmd úttekta á opinberum vefjum. Fundurinn var tekinn upp og má sjá upptökur hér að neðan.

Lesa meira

Opin gögn; leið til að veita betri þjónustu

Á vorþingi Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins árið 2017 var samþykkt skýrsla með tilmælum og ábendingum um hvernig sveitarfélög og svæði geta með því að opna gagnasöfn sín til endurnýtingar og með því að hvetja til endurnýtingar veitt betri þjónustu og stuðlað að því til verði ný þjónustutilboð fyrir íbúa. Skýrslan gefur áhugaverða innsýn í hvernig opnun gagna getur stuðlað að meiri pólitískri og samfélagslegri þátttöku íbúa, bætt opinbera þjónustu og stuðlað að margvíslegum félagslegum, menningarlegum, lýðræðislegum og umhverfislegum nýjungum.

Lesa meira

UT-dagurinn 2016

UT dagurinn 2016 fór fram á Grand hóteli 1. desember. Upptökur frá fundinum fá finna hér að neðan.

Dagur upplýsingatækninnar (UT-dagurinn) hefur verið haldinn árlega frá árinu 2006 af stjórnvöldum en að deginum standa innanríkisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Skýrslutæknifélagið. Tilgangur dagsins er að fjalla um það sem er efst á baugi í upplýsingatæknimálum hjá stjórnsýslunni.

Lesa meira

UT-dagurinn 2015

UT-dagurinn 2015 var haldinn hátíðlegur 26. nóvember 2015. Dagskráin var tvíþætt að þessu sinni; fyrir hádegi var haldin málstofa um Upplýsingatæknina og lýðræðið og yfirskrift ráðstefnunnar eftir hádegi var Upplýsingatæknin alls staðar!

Í lok dagskrár voru kynntar niðurstöður úr könnuninni Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015?  og fjallað um öryggisúttekt á opinberum vefjum sem gerð var í fyrsta sinn haustið 2015. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir besta ríkisvefinn og besta sveitarfélagsvefinn.

Lesa meira