Brunavarnir

Slökkvilið sveitarfélaga hafa margvíslegu þjónustuhlutverki að gegna við almenning og fyrirtæki. Þjónustan er að mestu leyti skilgreind í lögum og reglugerðum en er þó víðtækari en svo. Auk slökkvistarfa og forvarna er um að ræða:

  • Viðbrögð við umhverfismengun
  • Verðmætabjörgun, meðal annars vegna vatnsleka
  • Björgun vegna umferðaróhappa
  • Almannavarnir
  • Sjóköfun
  • Björgun utan alfaraleiða
  • Tilfallandi aðstoð við almenning
  • Mörg slökkvilið annast einnig sjúkraflutninga á sínu starfssvæði

Starfsmenn slökkviliða gegna því mörgum ólíkum störfum sem krefjast fjölbreyttrar þjálfunar og tækjabúnaðar.