Meginverkefni

Megintilgangur heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga er að tryggja brautargengi 1. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, þ.e. „...að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi.“
Meginverkefni heilbrigðiseftirlitsins snúa að matvælaöryggi, hollustuháttum og mengunarvörnum. Undir matvælaöryggi fellur eftirlit með gæðum neysluvatns, undir hollustuhætti falla eftirlit með sundstöðum og með mengunarvörnum er sinnt eftirliti með mengandi starfsemi, svo nokkur dæmi séu tekin.