Upplýsingar um úrgangsmál

Upplýsingar um úrgangsmál

Rit um úrgangsmál á íslensku

  1. Afar athyglisvert verkefni var unnin í Félagsvísindadeild Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum um neysluvenjur Íslendinga og viðhorf til endurvinnslu. Þetta var samstarfsverkefni  Sorpu bs., Sorpstöðvar Suðurlands bs., Sorpeyðingarstöðvar, Suðurnesja sf., Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, Neytendasamtakanna, Landverndar og Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Gríðarleg verðmæti upp á fleiri milljarða krónur tapast vegna þess að vörur verða að úrgangi að nauðsynjalausu, eða að þær séu ekki endurnotaðar eða endurnýttar. Hér má lesa skýrsluna í heild.
  2. Ársskýrslur úrvinnslusjóðs má finna á heimasíðu Úrvinnslusjóðs.
  3. Á öllum urðunarstöðum þar sem lífrænn úrgangur er urðaður myndast hauggas. Það samanstendur aðallega af tveimur gastegundum, metani og koldíoxíði. Metan er orkugjafi og notaður sem slíkur, t.d. á ökutæki. Safna ber öllu hauggasi samkvæmt kröfu í reglugerð um urðun úrgangs. Það er hinsvegar einungis gert á einum urðunarstað á landinu, í Álfsnesi, urðunarstað höfuðborgarsvæðisins.

Á árinu 2010 var myndun hauggass á nokkrum minni urðunarstöðum á Norður- og Austurlandi könnuð, að frumkvæði og undir umsjón sambandsins. Hér má sækja rannsóknarniðurstöður og gagnagrunn sem fylgir þeim.


Rit um úrgangsmál á ensku

1. Hjá Evrópusambandinu er verið að endurskoða stefnumörkun um endurvinnslu og hvernig eigi að koma í veg fyrir myndun úrgangs sem heitir Thematic Strategy on the Prevention and Recycling of Waste. Hún var birt á árinu 2005. Þann 22. júní sl. var haldinn fundur hagsmundaaðila í Brüssel til að ræða endurskoðunina. Meðfylgjandi eru undirbúningsskjölin fyrir þennan fund og skýrslu um niðurstöður.

2. Borgarstjórn Dublinar á Írlandi hefur látið vinna athyglisverða greiningu á meðhöndlun sorps fyrir allt landið þar sem horft er á meðhöndlunina frá sjónarhorni hagfræði og hagkvæmni. Skýrslan, An Economic Approach to Municipal Waste Management Policy in Ireland birtist hér.